Ársreikningur 2004 var afgreiddur í hreppsnefnd 11. maí. Hagnaður af rekstri
sveitarfélagsins var 37,7 milljónir sem nokkur bati frá fyrra ári.
Veltufjárhlutfallið var 2,57 en var árið 2003 1,15. Eigiðfjárhlutfallið
hækkar úr 30,29% í 34,53% milli ára. Skuldir og skuldbindingar á íbúa eru
625 þúsund og lækka milli ára um 45 þúsund á íbúa. Rekstur málaflokka án
vaxta og afskrifta voru 93% en var 94% árið 2003.
Eftirfarandi eru helstu tölur úr ársreikningnum.
2004 2003
Heildartekjur samstæðu 343.702 303.204
Heildargjöld 314.939 301.727
Fjármagnsliðir 38.302 35.361
Niðurstaða án fjárm.l. 76.079 1.477
Rekstrarniðurstaða 37.777 -33.884
Eignir 893.693 891.801
Skuldir án lífeyrisskuldbindinga 541.614 578.228
Skuldir með lífeyrisskuldbindinga 585.059 621.673
Ársreikninginn í heild sinni er að finna undir "Um Vatnsleysustrandarhrepp"