Arnbjörg Hjartardóttir varð önnur á Söngkeppni Samfés

Söngkeppni Samfés, fór fram í beinni útsendingu á Rúv þar sem 30 af bestu söngatriðum félagsmiðstöðva landsins komu fram á stóra sviðinu. Keppendur voru öll búin sigra undankeppnir sem höfðu farið fram í öllum landshlutum og má því með sanni segja að efnilegustu söngvarar landsins hafi stigið á stóra sviðið og stóðu öll sig vel.
Ína Berglind Guðmundsdóttir úr félagsmiðstöðinni Nýjung á Egilsstöðum sigraði Söngv-akeppni Samfés þetta árið. Hún sigraði keppnina með laginu Tilgangslausar setningar sem var frumsamið. Keppnin var haldin í Laugardalshöll í dag.
Í öðru sæti lenti Arnbjörg Hjartardóttir úr félagsmiðstöðinni Boran með lagið Við tvö sem var einnig frumsamið. Að mati þeirra vogamanna sem sátu í salnum þá var Adda með lang besta lagið og fluttningurinn var algjör snilld. Í þriðja sæti hafnaði svo hljómsveitin Slysh frá félagsmiðstöðinni Skjálftaskjól með lagið Home sweet home.

Dómnefndina í ár skipuðu Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson, Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfés.

 

Hægt er að sjá viðburðin í heild á Ruv og einnig er hægt að sjá Öddu með frábært lag og texta.