Áramótabrenna og flugeldar

Eins og undanfarin ár verður Áramótabrenna í umsjón Björgunarsveitarinnar Skyggnis á gamlárskvöld. Brennan verður á sínum stað norðan íþróttahússins, en aðkeyrsla er frá Vatnsleysustrandarvegi. Vakin er athygli á því að hægt er að leggja við íþróttahúsið og ganga að brennustað. Kveikt verður upp í brennunni kl. 20 á gamlárskvöld, börn verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Björgunarsveitin Skyggnir verður með flugeldamarkað í björgunarsveitarhúsinu við Iðndal 5. Opnunartímar eru eftirfarandi:


Fimmtudagur 29. des frá kl. 16- 22
Föstudagur 30. des frá kl. 16- 2
Gamlársdagur 31. des frá kl. 10- 16

Björgunarsveitin vill minna fólk að á gæta fyllstu varkárni við meðferð flugeldanna.

Á vefsíðu flugeldasölu björgunarsveitanna www.flugeldar.is má nálgast upplýsingar vöruúrval og öryggisatriði.