Á fundi sínum þann 1. desember 2020 ræddi aðgerðastjórn sveitarfélagsins um áramótabrennu sem venja er að kveikja í um hver áramót. Miðað við núverandi samkomutakmarkanir er ekki grundvöllur fyrir því að halda slíka brennu og t.d. hafa nágrannar okkar í Suðurnesjabæ nú þegar aflýst brennuhaldi þar.
Aðgerðastjo´rn mun fylgjast grannt með ástandinu og endurmeta stöðuna eftir þörfum. Fari svo að ekki verði hægt að halda brennuna verður það kannað að fá Björgunarsveitina Skyggni til að setja upp flugeldasýningu til að gleðja íbúa - þó sú sýning verði ekki af sömu stærðargráðu og sýningin á FJölskyldudögunum.