Andri Steinn Birgisson nýr þjálfari Þróttar Vogum

Knattspyrnudeild Þróttar Vogum hefur náð samkomulagi við Andra Stein Birgisson um þjálfun á meistaraflokki félagsins á næsta tímabili. Tekur hann við af Þorsteini Gunnarssyni sem þjálfaði liðið síðustu tvö tímabil með góðum árangri.

Við hjá Þrótti Vogum erum hæst ánægð að fá Andra til starfa eftir farsælan feril sem leikmaður og hefur hann unnið með mörgum reynslumiklum þjálfurum. Á ferli sínum hefur Andri spilað í efstu deild með Fram, Grindavík og Keflavík.

Andri er 30. ára og  klárar íþróttafræðina frá Háskólanum í Reykjavík næsta vor. Hann er sambandi með Fanney Magnadóttur og eiga þau tvö börn. Við Þróttarar bjóðum Andra og hans fólk velkomið í Þróttarasamfélagið. Hann var kynntur til leiks í getraunakaffi félagsins um helgina og kom þá í ljós að drengurinn er stuðningsmaður Manchester United sumum til mikillar gleði en öðrum til mikilla ógleði. Andri stjórnaði liðinu í fyrsta skipti í gærkvöldi á hraðmóti Njarðvíkur.


Marteinn Ægisson og Andri Steinn Birgisson