Andrea Rún Magnúsdóttir í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Andrea Rún Magnúsdóttir, nemandi í 6. bekk Stóru- Vogaskóla er einn af 52 þátttakendum úr 3.000 manna hópi sem komist hefur áfram með hugmynd sína í úrslit NKG 2007. Uppfinning hennar er einnota debetkort með skjá.

Andreu býðst að mæta í Vinnusmiðju um helgina þar sem þátttakendur koma saman undir leiðsögn leiðbeinenda. Markmið Vinnusmiðjunnar er að hver keppandi fái tækifæri til að útfæra hugmynd sína nánar, útbúa plakat, líkan eða framsetningu sem lýsir hugmyndinni best.

Að því starfi loknu tekur verðalaunanefnd við og metur hvaða 12 einstaklingar komast á verðlaunapall. Lokahóf verður haldið laugardaginn 22. september kl. 15.00 í Grafarvogskirkju. Þangað eru allir velkomnir sem fengið hafa boð í Vinnusmiðju. Verðlaunahafar verða látnir vita með símtali og nánari upplýsingar birtast á heimasíðu keppninnar: www.nkg.is.

Vinnusmiðjan er haldin í Foldaskóla í Grafarvogi.