Alþingiskosningar - Laugardaginn 30. nóvember 2024

ALÞINGISKOSNINGAR
Sveitarfélaginu Vogum

Laugardaginn 30. nóvember 2024
Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00
Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2, gengið inn frá leikvelli

Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna alþingiskosninga liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins fram að kjördegi.

Fram að kjördegi er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni á opnunartíma.

Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði.

 

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga