Alþingiskosningar - Laugardaginn 30. nóvember 2024

Alþingiskosningar - Laugardaginn 30. nóvember 2024

Kjörskrá liggur frammi almenningi til sýnis, frá laugardegi 9. nóvember fram að kjördegi á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2.

Kjósendur eru hvattir til að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá skal beint til bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga.

Kosið er í Stóru-Vogaskóla, Tjarnargötu 2.

Kjósendur skulu framvísa persónuskilríki á kjörstað.

Kjörstaður opnar kl. 10:00 og lokar kl. 22:00.

Frá 7. nóvember og fram að kjördegi er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumanni á opnunartíma.

Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga