Álagning ársins 2019

Álagningaseðlar frá Sveitarfélaginu Vogar eru rafrænir og hægt er að nálgast þá í íbúagáttinni.
Til að skrá sig inn þarf að auðkenna sig með Íslykli eða rafrænum skilríkum.

Sveitarfélagið Vogar mun þó senda einstaklingum 71 ára og eldri álagninga- og greiðsluseðla í bréfapósti.

Skýringar vegna álagningar fasteignagjalda 2019.   

Gjalddagar álagningarinnar eru 10 frá og með 25. janúar til og með 25. október, eindagi er 30 dögum síðar.

Álagning undir 20.000 kr er greidd í eingreiðslu og er gjalddagi 25. febrúar.

Við bendum á að greiða má boðgreiðslur með kreditkortum. Ef óskað er eftir að greiða með kreditkortum þarf að hafa samband við bæjarskrifstofu í síma 440-6200 eða senda tölvupóst á skrifstofa@vogar.is.



Hægt er að sækja um íslykil hér