Álagningaseðlar frá Sveitarfélaginu Vogar eru rafrænir og hægt er að nálgast þá á vefnum Ísland.is.
Á "mínum síðum" á http://island.is hefur fólk aðgang að ýmsum upplýsingum.
Til að skrá sig inn þarf að auðkenna sig með Íslykli eða rafrænum skilríkum.
Sveitarfélagið Vogar mun þó senda einstaklingum 67 ára og eldri og fyrirtækjum álagninga- og greiðsluseðla í bréfapósti.
Við bendum á að greiða má boðgreiðslur með kreditkortum. Ef óskað er eftir að greiða með kreditkortum þarf að hafa samband við bæjarskrifstofu í síma 440-6200 eða senda tölvupóst á skrifstofa@vogar.is.