Akstur torfærutækja

Í sveitarfélaginu er umtalsvert af torfærutækjum, bæði mótorhjólum og fjórhjólum. Nokkuð hefur borið á því að ökumenn þeirra virði ekki þær reglur sem gilda um akstur þeirra og aki meðal annars um opin svæði og spilli þeim, samanber meðfylgjandi myndir frá Vogastapa.

Meginreglan er sú að fjórhjólum og torfærumótorhjólum er óheimilt að aka hvort heldur er á vegum, slóðum eða utan þeirra. Sérstaklega er tekið á þessu í reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands, bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í náttúru Íslands. Á því banni eru nokkrar undantekningar sem snúa að landbúnaði, landgræðslu og björgunarstörfum.

Hinsvegar er heimilt að aka þeim á svæðum sem samþykkt hafa verið fyrir akstursíþróttir samkvæmt reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni. Dæmi um slíkt svæði er akstursíþróttasvæðið í Sólbrekkum og eru ökumenn hvattir til að nýta sér það í stað þess að aka um ólöglega innan sveitarfélagsins.

Ökumenn eru beðnir um að sýna náttúrunni og nágrönnum sínum þá virðingu að fara eftir þeim reglum sem gilda um akstur torfærutækja.

Meðfylgjandi eru þau umferðarlög sem gilda um akstur torfærutækja.  http://us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swdocument/392/Umfer%C3%B0arl%C3%B6g%2C+nr.+50_1987.pdf