Öryrkjum og eldri borgurum er veittur afsláttur af fasteignasköttum og holræsagjaldi íbúðarhúsnæðis til eigin nota í samræmi við
Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.Afsláttur reiknast sem hér segir:
Tekjur allt að 1.942.500 á einstakling, hjón allt að 2.940.000 100 %
Tekjur allt að 2.205.000 á einstakling, hjón allt að 3.360.000 75 %
Tekjur allt að 2.520.000 á einstakling, hjón allt að 3.727.500 50 %
Tekjur allt að 2.782.500 á einstakling, hjón allt að 4.200.000 25 %
Eins og síðasta ár er afslátturinn reiknaður á grundvelli heildarárstekna heimilisins næsta ár á undan álagningarárinu. Það er að segja, afsláttur af fasteignasköttum ársins í ár miðast við tekjur ársins 2010.
Þar af leiðandi er fyrst hægt að sækja um afsláttinn þegar skattskýrsla hefur verið unnin.
Umsækjendur skulu leggja fram umsókn á eyðublöðum sem nálgast má
hér og á bæjarskrifstofum, ásamt endurriti af skattframtali og örorkumatsvottorð, ef við á.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2011.