Afmælishátíð

Haldið var upp á 130 ára sögu skólahalds í Vatnsleysustrandarhreppi með sýningu á vinnu nemenda  föstudaginn 29. nóvember, á milli kl. 11 og 15. Var gestum og gangandi boðið boðið upp á afmælistertur og brúntertur sem nemendur höfðu bakað. Mikið fjölmenni sýndi þessari vinnu nemenda áhuga og var nánast stöðugur straumur fólks þennan tíma. Nemendur leikskólans komu og í heimsókn.  Kvenfélagið Fjóla færði skólanum að gjöf fullkominn DVD spilara.