AF STAÐ á Reykjanesið.
Þjóðleiðarganga - Almenningsvegur
Menningar- og sögutengd gönguferð sunnudaginn 10. ágúst kl. 11 í boði Sveitarfélagsins Voga í umsjón sjf menningarmiðlunar.
Gangan hefst við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Gengin verður gömul þjóðleið, Almenningsvegur frá Kálfatjörn að Kúagerði um 6 km. Svæðið býr yfir minjum, mögnuðum sögum og fróðleik sem Sigrún Jónsd. Franklín mun miðla á leiðinni. Áætlað er að gangan taki ca. 3-4 klst. með fræðslustoppum. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð. Rútuferð til baka. Ekkert þátttökugjald en rútugjald kr. 500, frítt fyrir börn.
Gangan er annar hluti af menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðum á Reykjanesskaganum sem farnar verða á tímabilinu frá 1.ágúst – 7. sept. ´08. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir ferð í hverju sveitarfélagi. Þegar búið verður að fara 3 - 6 ferðir verður dregið úr seðlum og einhverjir þrír heppnir fá góð gönguverðlaun.
Dregið verður í 6. ferð. Þátttakendur eru beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir. Sjá nánar um gönguferðir á www.sjfmenningarmidlun.is
Þeim sem vilja undirbúa sig er bent á bók Sesselju Guðmundsdóttur, "Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi", en aftarlega í bókinni er fjallað sérstaklega um Almenningsveginn, þá leið sem farin var um aldir milli Voga og Hafnarfjarðar. Einnig er kort af leiðinni bls. 81 í nýju útgáfunni (2007).
Umsjónarmaður gönguverkefnis
AF STAÐ á Reykjanesið
Sigrún Jónsd. Franklín
sjf@internet.is/6918828
Mynd SJF: Stefánsvarða