Mæting kl. 13:00 við fiskeldið við Kalmannstjörn. (Akið Hafnaveg að
fiskeldinu.) Sameinast verður í bíla og ekið að gjánni milli heimsálfa.
Gengið verður um Haugsvörðugjá og Prestastíg þjóðleið milli Hafna og Grindavíkur framhjá Langhól. Svæðið býr yfir kyngimagnaðri náttúru og sögum sem Sigrún Jónsd. Franklín mun miðla á leiðinni. Áætlað er að gangan taki ca. 3 - 4 klst. með fræðslustoppum um 7 km. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð. Þátttökugjald kr. 1.000. Frítt fyrir börn.
Gangan er þriðja ferð af fimm menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða með leiðsögn á sunnudögum í maí. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð. Þegar búið verður að fara 3
- 5 gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhverjir þrír heppnir fá vinninga. Dregið verður í síðustu göngu. Þátttakendur eru beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar um ferðir
Sigrún Jónsd. Franklín
www.sjfmenningarmidlun.is
sjf@internet.is /gsm. 6918828
Melatíglar