AF STAÐ á Reykjanesið

Menningar- og sögutengdar gönguferðir sumarið ´09

Síðastliðin þrjú sumur hefur verið boðið upp á gönguverkefnið AF STAÐ á Reykjanesið   menningar- og sögutengdar gönguferðir með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðunum á  Reykjanesskaganum. Ferðirnar hafa verið vel sóttar og áhugi fólks mikill á að kynnast náttúru og sögu Reykjanesskagans. Í sumar verður boðið upp á 12 ferðir. Í maí verða fjórar ferðir. Ferðirnar verða á laugardögum frá 9.- 30. maí og byrja kl. 11. Sjá nánar um ferðir á www.sjfmenningarmidlun.is

1. ferð laugardaginn 9. maí  kl. 11, Selvogsgata. Mæting við Kaldársel í Hafnarfirði.
Gengið verður um hluta Selvogsgötunnar, hina gömlu þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Um er að ræða  3.- 4. klukkustunda gönguferð frá Kaldárseli að Bláfjallavegi neðan Grindarskarða. Gengið er í helluhrauni, sem er ágætt yfirferðar og í láglendi. Á þessu svæði er margt að skoða, s.s gjár, misgengi, Helgadalur, landnámstóftir, Valaból, Músarhellir, Mygludalir o.m.fl.

Ferðirnar taka yfirleitt 3 – 4 tíma með fræðslustoppum nema annað sé tekið fram. Gott er að vera með nesti og  í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum. Hugmyndin er að göngufólk fái stimpil fyrir hverja ferð á þátttökuseðil. Eftir 6 -12 gönguferðir er hægt að skila seðli og vera með í potti sem dregið verður úr í síðustu göngu sumarsins. Þrír  vinningar, m.a. útivistarvörur verða í boði.
Mæting í ferð er við upphafsstað göngu. Ekið verður með þátttakendur í rútu til baka. Þátttökugjald er kr. 1.500 nema annað sé tekið fram. Frítt fyrir börn. Hver ferð verður kynnt nánar þegar nær dregur og eins ef um breytingar er að ræða þá má sjá það á www.sjfmenningarmidlun.is

Umsjónarmaður gönguverkefnis
Sigrún Jónsd. Franklín
sjf menningarmiðlun
sjf@internet.is/gsm. 6918828