Ævintýramatargerð með Yesmine Olsson

Framandi , einfalt og ögrandi matarævintýri með Yesmine
Spennandi námskeið þar sem þátttakendur læra að gera nokkra nýja góða rétti fyrir girnilega og spennandi veislu.
Hér blandar Yesmine saman matreiðslutækni frá Japan, Nepal og Mexico, þar sem þátttakendur læra að útbúa Dumplings gyoza og prófa að elda í bambuspotti. Einnig verða eldaðir heilsusamlegir réttir úr zoba núðlum og kinóa. Gerður verður mexican marengs, Indverskar poppadoms og ný heilsusöm, girnileg og bragðmikil Indversk súpa. Gert verður Thai og Indversk karrí frá grunni og miklu meira. Námskeiðið tekur rúmar 4 klukkustundir og fá þátttakendur að sjálfsögðu að borða saman afrakstur kvöldsins. 

Leiðbeinandi: Yesmine Olsson
Hvar: Stóru Vogaskóla í Vogum
Tími: 2. október kl. 18:00 til 22:00 í Stóru Vogaskóla
Verð:  kr. 13.900 ( allt efni innifalið )

Skráning hjá MSS í síma 421-7500 eða á mss@mss.is og www.mss.is