Æskulýðsstarfið verður fyrir alla aldurshópa í Félagsmiðstöðinni Borunni.
Dagskráin verður aldursskipt og í samræmi við aldur og þroska en þema hverrar viku er hið sama. Markmiðið er að hittast, fræðast um Jesú Krist, föndra, syngja, spila, fara í leik og hafa gaman en umfram allt að vera vinir hvers annrs og umgangast hvert annað í kærleika. Samverurnar fylgja skóladagatali, sé frí í skóla er frí í æskulýðsstarfinu nema annað sé ákveðið.
6-9 ára - kl. 16.00-17.00
10-12 ára - kl. 17.30-18.30
8. bekkur (fermingarárgangur)- kl. 19.00-21.00
9-10. bekkur bætist í hópinn kl. 19.30-21.00
ATHUGIÐ BREYTTAN TÍMA HJÁ FERMINGARHÓPNUM.