Aðventutónleikar í Stóru-Vogaskóla

Í ár stóð stjórn foreldrafélags Stóru-Vogaskóla fyrir þeirri nýjung að halda aðventutónleika fyrir alla fjölskylduna. Miðvikudagskvöldið þann 3. desember komu tónlistarfólkið og systkinin KK og Ellen og spiluðu ljúfa tónlist í anda aðventunnar fyrir fullum Tjarnarsal.

Er óhætt að segja að aðdáendahópur systkinanna sé ekki bundinn við ákveðinn aldurshóp, og má segja að einna dyggustu aðdáendurnir hafi verið af yngri kynslóðinni. Í hléi voru seldar veitingar af hálfu 7. Bekkjar skólans en hann safnar nú fyrir ferð í skólabúðir að Reykjum. Eftir hlé sýndu 7.bekkingar söng- og leikatriði sitt byggt á Mama Mia myndinni við mikinn fögnuð áhorfenda.