Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar fór fram 25. feb. sl.

Dagskráin var samkvæmt lögum félagsins eða venjulegum aðalfundarstörfum. Magnús Björgvinsson var einróma kosinn fundarstjóri og Þorvaldur Örn Árnason fundarritari.

Gunnar Helgason bauð sig aftur fram til formanns og var sjálfkjörinn. Ingimar Kristjánsson og Guðmundur Kristinn Sveinsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Félagið þakkar þeim fyrir vel unnin störf. Kristján Árnason var kosinn til tveggja ára í fyrra, Irma Þöll Þorsteinsdóttir, Baldvin Hróar Jónsson og Helga Ágústsdóttir voru sjálfkjörin rétt eins og Hannes Smárason og Rósa Sigurjónsdóttir í varastjórn.
Fram kom í skýrslu stjórnar að barna- og unglingastarf Ungmennafélagsins Þróttar er fjölbreytt og rekið með blómlegum hætti. Eitt mikilvægasta verkefni Ungmennafélagsins Þróttar er að tryggja að börn og
unglingar í sveitarfélaginu Vogum geti stundað íþróttir sér til ánægju og heilsubótar.
Forgangsröðun á verkefnum næstu ára verður að halda áfram að efla starfið og stuðla að aukinni menntun þjálfara og sjá til þess að æfingar sem félagið býður uppá sé stjórnað af fagmennsku.

Mikill kraftur hefur verið í starfinu hjá Þrótti síðustu árin en félagið fór upp um deild á síðasta ári og einnig hafa yngriflokkar félagsins verið að eflast í knattspyrnunni, sundinu og júdó.


Mynd: Gunnar Helgason formaður UMFÞ.