Aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar var haldinn fimmtudaginn 26. febrúar síðast liðinn. Það má með sanni segja að fundur þessi fari í sögubækurnar, en á annað hundrað manns mættu á fundinn og er alveg greinilegt að áhugi bæjarbúa á Ungmennafélaginu er mikill. Helgi Gunnarsson stjórnarmaður hjá Ungmennafélagi Íslands ávarpaði fundinn. Farið var yfir skýrslu stjórnar, glæsilegur ársreikningur var lagður fram til samþykktar sem staðfestir styrkarstoðir félagsins og kosið var í stjórn. Svava Arnardóttir formaður bauð sig ekki aftur fram til formanns og var Gunnar Helgason kosinn formaður. Íris Pétursdóttir, Ingimar Jón Kristjánsson, Irma Þöll Þorsteinsdóttir og Kristján Árnason sitja nú í stjórn ásamt Guðmanni R. Lúðvíkssyni og Möggu Lenu Kristinsdóttur, varamönnum. Ungmennafélagið þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína á aðalfund félagsins og og þakkar fyrir þann áhuga sem bæjarbúar sína félaginu sínu.