7 vaskir nemendur Stóru-Vogaskóla í fjallgöngu

Helgafell ofan Hafnarfjarðar er 340 metra hátt móbergsfjall. Það er eitt af mörgum smáum móbergsmyndunum Reykjanesskagans og myndað við gos undir jökli seint á ísöld. En þá hlaðast gosefni upp undir jöklinum sem svo mynda fell/fjall þegar jökullinn bráðnar. Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum síðan.

Í göngunni voru 7 vaskir nemendur Stóru-Vogaskóla. Veðrið var milt og gott. Útsýni var til byggða, yfir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæði en skýja- og þokubakki til fjalla. Efir nesti, skrif í gestabók, spjall og gláp var haldið niður en þó aðra leið en upp.

Fleiri myndir má sjá hér.