Árið 2005 skilaði rúmlega 42 milljóna afgangi
Ársreikningur Sveitarfélagisins Voga fyrir árið 2005 hefur verið samþykktur
í bæjarstjórn. Rekstrartekjur samstæðunnar þ.e. sveitarsjóðs og
veitustofnana voru tæpar 400 milljónir og rekstrargjöld 385 milljónir, þ.a.
launakostnaður 240 milljónir. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld var 84,2
milljónir og rekstrarniðurstaða 42,1 milljón.
Eignir samstæðunar eru samtals 865 milljónir og eigið fé 357,7 milljónir.
Skuldir og skuldbindingar lækka milli ára um 70,1 milljón og voru í árslok
514,3 milljónir. Skuldir á íbúa hafa því lækkað úr 624 þúsundum árið 2004 í
505 þúsund á íbúa í árslok 2005.