Þemaverkefnið Sagan OkkarSíðustu sjö vikur hefur verið unnið að þemaverkefninu Sagan okkar í 3. og 4.bekk. Nemendur haga kynnt sér helstu atburði mannkynssögunnar, allt frá þróun mannsins til þeirrar sögu sem við sköpum í dag. Farið hefur verður í helstu þætti í sögu þjóðarinnar, sögu byggðarlagsins og heimssöguna. Miðvikudaginn 26. nóvember verður farið með nemendur 3. og 4. bekkjar á Þjóðminjasafnið til að rifja upp það sem lært hefur verið og til að dýpka upplifun barnanna á sögu landsins. Farið verður frá Stóru-Vogaskóla 9:45 og komið í skólann aftur 13:20. Farið verður um safnið með leiðsögn og skoðaðar sérsýningar sem tengjast viðfangsefninu.