21 MANNS SAKNAÐ- Einleikur um epíska ævi Séra Odds V. Gíslasonar

GRAL- Grindvíska atvinnuleikhúsið sýnir leikritið 21 MANNS SAKNAÐ. Verkið er einleikur um epíska ævi Séra Odds V. Gíslasonar mesta braskmennis sinnar samtíðar!

Á seinni hluta nítjándu aldar, þegar stór hluti þjóðarinnar bjó enn í torfkofum og sjómenn réru á opnum bátum var prestur suður í Staðarsókn í Grindavík sem ekki gat sætt sig við að Íslendingar stæðu utan við þá iðnbyltingu sem hafði átt sér stað í Evrópu. Það var Séra Oddur V. Gíslason.

21 MANNS SAKNAÐ segir frá Séra Oddi og þeim framúrstefnulegum verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur: lýsisbræðslu á Höfnum, brennisteinsnámuvinnslu í Krýsuvík, kolanámuvinnu við Hreðavatn, baráttunni við fátæktina og Bakkus. Hann var maðurinn sem lagði grunninn að slysavörnum á Íslandi, kom út  fyrstu kennslubók í ensku fyrir Íslendinga og þá stóð hann fyrir einu frægasta brúðarráni á Íslandi ... en aldrei hélst honum á peningum. 

Maðurinn sem barðist við að bjarga heiminum allt sitt líf.

Víðir Guðmundsson fer með hlutverk Séra Odds

í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar.

Sýnt í Saltfisksetri Íslands í Grindavík.

Miðasala:
Miðasala er í Saltfisksetrinu í síma 4201190.
GRAL hlaut styrk frá Menningarráði Suðurnesja.

Nánari uppýsingar má nálgast á vef Grindavíkurbæjar