Fimmtudagskvöldið 31. janúar opnaði félagsmiðstöðin Boran fyrir 16 ára og eldri. Og er ætlunin að hafa opið á fimmtudögum frá kl. 20- 22 fyrir þennan tiltekna aldurshóp.
Um 12 ungmenni mættu og þykir það flott mæting miðað við að þetta var fyrsta opnunin og að það hafi verið aftaka veður úti. Er það von félagsmiðstöðvarinnar að þetta muni ganga vel og að ungmennin segi sínar skoðanir um hvað þau vilja og hvernig þau sjá þetta starf fyrir sér.
Á næsta fimmtudag ætlar félagsmiðstöðin að bjóða ungmennunum upp á popp og gos. En það var fyrsta áskorun þeirra á starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar.