Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn þriðjudaginn 13. júní. Sigurður Kristinsson elsti starfandi bæjarstjórnarmaðurinn setti fundinn. Síðar tók við stjórninni eftir kosningu, Birgir Örn Ólafsson forseti bæjarstjórnar. Í fyrsta sinn í sögu sveitarfélagsins eru bæjarfulltrúarnir sjö að tölu. Fyrsta verk nýrrar bæjarstjórnar var að skipa í nefndir og ráð.