Fundur haldinn í umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 13.
desember 2011 kl. 17:30 að Iðndal 2.
Mættir eru: Bergur Viðar Guðbjörnsson, Arnheiður Þorsteinsdóttir, Agnes Stefánsdóttir,
Hörður Harðarson og Guðbjörg Theodórsdóttir. Einnig situr fundinn Sigurður H. Valtýsson
skipulags- og byggingarfulltrúi. Arnheiður Þorsteinsdóttir ritar fundargerð í tölvu.
Skipulagsmál
1. Deiliskipulag íþróttasvæðis og Aragerðis. Tillaga að deiliskipulagi skv. uppdrætti
Landslags dags. 09.12.2011.
Frumdrögin hafa verið kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga
nr.123/2010. Engar ábendingar komu fram á kynningartímanum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna með þeim
lagfæringum og breytingum sem hafa verið gerðar á henni frá þeirri tillögu sem var
forkynnt og leggur til að bætt verði við í kafla 1.3 í greinagerð: framkvæmdir hafa
engin áhrif á skráðar minjar. Tillögunni með breytingum er vísað til afgreiðslu
bæjarstjórnar. Lagt er til að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr
skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Deiliskipulag iðnaðarsvæðis Flekkuvíkur. Skipulags- og matslýsing skv.
greinargerð Landslags dags. 13. desember 2011.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir lýsinguna og vísar henni til afgreiðslu
bæjarstjórnar. Lagt er til að lýsingin verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40 gr.
skipulagslaga nr. 123/2010.
Byggingarmál
3. Auðnir, Jakob Árnason sækir um byggingarleyfi fyrir dæluhúsi skv. umsókn dags
30.11.2011 og aðaluppdráttum Verkfræðistofu Suðurnesja dags. 29.11.2011.
Skv. gildandi aðalskipulagi er fyrirhuguð bygging á svæði sem skilgreint er sem
landbúnaðarsvæði en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Væntanlegt dæluhús
er ætlað að þjóna hitaveitu sem lögð yrði að bænum Auðnum og að þegar byggðri
frístundabyggð í nágrenninu.
Umsókninni er frestað þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag svæðisins sbr. 37. gr.
skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf deiliskipulag í samræmi við aðalskipulag og
skipulagslög nr. 123/2010 áður en hægt er veita byggingarleyfi.
2
Framkvæmdaleyfi
4. Greinargerð Jakobs Árnasonar dags. 16.11.2011 og uppdráttur Verkfræðistofu
Suðurnesja dags. 21.11.2011, vegna hitaveituframkvæmda að Auðnum á
Vatnsleysuströnd.
Greinargerðin lögð fram og henni vísað til bæjarstjórnar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd ítrekar að allar framkvæmdir og byggingar skuli vera í
samræmi við ákvæði skipulags og vera skv. leyfum. Þær framkvæmdir sem ráðist
hefur verið í nú þegar eru án tilskilinna byggingar- og framkvæmdaleyfa. Séu
fyrirhugaðar frekari boranir eftir vatni eða aðrar framkvæmdir skal sækja um
framkvæmdarleyfi fyrir þeim með tilheyrandi gögnum og upplýsingum um
framkvæmdina.
Skv. gildandi aðalskipulagi er fyrirhuguð framkvæmd á svæði sem skilgreint er sem
landbúnaðarsvæði en ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu. Væntanlegri hitaveitu
er ætlað að þjóna bænum Auðnum og þegar byggðri frístundabyggð í nágrenninu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar enn umsókn um framkvæmdaleyfi til
hitaveituframkvæmda sem frestað var á 35. fundi nefndarinnar 15.11.2011 þar sem
ekki liggur fyrir deiliskipulag svæðisins sbr. 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera
þarf deiliskipulag í samræmi við aðalskipulag og skipulagslög nr. 123/2010 áður en
hægt er veita byggingarleyfi.
5. Flekkuvík, Íslensk matorka ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir
tilraunaborunum eftir köldu og heitu vatni á Keilisnesi skv. umsókn dags.
01.12.2012 ásamt fylgigögnum.
Framkvæmdaraðili hefur tilkynnt fyrirhugaðar tilraunaboranir til Skipulagsstofnunar
og Orkustofnunar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd frestar afgreiðslu framkvæmdaleyfis þar til álit
Skipulagsstofnunarinnar um matsskyldu framkvæmdarinnar liggur fyrir.
3
Ýmis mál
6. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 25.10.2011, tilnefning fulltrúa á samráðsvettvang
vegna Landsskipulagsstefnu.
Nefndin leggur til að sveitarfélög á svæðinu sameinist um fulltrúa. Nefndin tilnefnir
Þorvald Örn Árnason sem fulltrúa Sveitarfélagsins og Guðbjörg Theodórsdóttir til
vara.
7. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 03.11.2011, ósk um umsögn um drög að nýrri
skipulagsreglugerð.
Ekki eru gerðar athugasemdir við reglugerðardrögin.
8. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 03.11.2011, ósk eftir tillögum og ábendingum
vegna landsáætlunar fyrir úrgang.
Nefndin hefur engar tillögur né ábendingar.
Bókun:
Nefndin harmar það að fá erindi til afgreiðslu eftir að tímamörk eru liðin, samanber
6. 7. og 8. mál fundarins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:40.