Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

7. fundur 18. júní 2009 kl. 18:00 - 20:15 Félagsmiðstöð

7. fundur Frístunda- og menningarnefndar Sveitarfélgsins Voga haldinn í
Félagsmiðstöðinni við Hafnargötu fimmtudaginn 18.06.2009 kl. 18:00.
Mættir fundarmenn: Brynhildur Hafsteinsdóttir, Marta Guðrún Jóhannesdóttir, Kristján

Árnason og Sigríður Ragna Birgisdóttir.
Ólafur Þór Ólafsson (frístunda- og menningarfulltúi Sv. Voga) sat
einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Bergur Álfþórsson og Ragnar Davíð Riordan boðuðu forföll. Allir
varamenn Bergs voru forfallaðir, en varmaður sat fundinn í stað
Ragnars.
1. Samþykktir 69. Íþróttaþings ÍSÍ.
Bréf frá Ólafi Rafnssyni og Lineyju Rut Halldórsdóttur f.h. Íþrótta- og Ólympíusambands
Íslands dags. 29.04.2009 þar sem greint er frá ályktunum 69. Íþróttaþings ÍSÍ um
stuðning sveitarfélaga við íþróttafélög annars vegar og íþróttamannvirki hins vegar.
Sveitarfélagið Vogar hefur stutt við félags- og íþróttastarf með fjölbreyttum hætti og
leggur FMN áherslu á að svo verði áfram.
Lagt fram.
2. Myndasöfnun Voga.
Afrit af bréfi til bæjarstjórnar frá Sesselju Guðmundsdóttur dags. 26.05.2009 þar sem
greint er frá verkefni sem tengist myndasöfnun í Sveitarfélaginu Vogum og jafnframt
farið fram á að sveitarsjóður standi straum af kostnaði við vistun verkefnisins.
Kom fram hjá frístunda- og menningarfulltrúa að þegar væri búið að bregðast við
erindinu og sveitarfélagið hefur tryggt vörslu þeirra gagna sem um ræðir.
FMN fagnar þessu verkefni og því að myndir sem safnast hafa með því verði
aðgengilegar á vefnum um ókomna tíð.
Lagt fram til kynningar.
3. Ósk um þátttöku ungmenna unglingavinnu í sumarátaki SAMAN-hópsins.
Bréf frá Arnfríði S. Valdimarsdóttur, Mörtu K. Hreiðarsdóttur og Þorvaldi Víðissyni f.h.
SAMAN-hópsins dags. 29.05.2009 þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga í
verkefninu “Höngum saman í sumar”. Hlutur sveitarfélaga felst í því að hengja upp á
hentugum stöðum glaðlegar sólir með jákvæðum skilaboðum sem minna foreldra og
fjölskyldur á mikilvægi samverustunda. Þátttaka í verkefninu er sveitarfélögum að
kostnaðarlausu utan þeirrar vinnu sem felst í að hengja sólirnar upp og taka þær niður
aftur.
Kom fram hjá frístunda- og menningarfulltrúa að hann hafi nú þegar samþykkt þátttöku í
verkefninu fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.

2

FMN fagnar þessu frábæra framtaki.
Lagt fram.
4. Umsókn 41.
Tölvupóstur frá Þóreyju Eddu Elísdóttur f.h. Velferðarsjóðs barna dags. 06.06.2009 þar
sem tilkynnt er um að Sveitarfélagið Vogar hafi hlotið styrk upp á kr. 325.000,- til að
greiða niður þátttökugjöld sumarnámskeiðs eins og mögulegt er. Jafnframt er boðað til
blaðamannfundar vegna verkefnisins mánudaginn 08.06.2009 í húsnæði Íslenskrar
erfðagreiningar í Reykjavík. Þá var lögð fram fréttatilkynning frá Velferðarsjóði barna
þar sem verkefnið “Sumargleði” er kynnt.
Frístunda- og menningarfulltrúi greindi frá styrkumsókn Sveitarfélgsins Voga til
Velferðarsjóðs barna. Þá kom fram að frístunda- og menningarfulltrúi sótti
blaðamannafundinn 08.06.2009 fyrir hönd sveitarfélgsins.
FMN þakkar Velferðarsjóði barna fyrir styrkinn sem nýtist börnum og unglingum í
Sveitarfélaginu Vogum.
Lagt fram.
5. Gæði laugarvatns og öryggi á sundstöðum á Suðurnesjum sumarið 2008.
Bréf frá Ernu Björnsdóttur f.h. Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja dags. 08.06.2009 þar sem
greint er frá niðurstöðum samstarfsverkefnis Umhverfisstofnunnar og Heilbrigðiseftirlits
sveitarfélaga frá síðasta ári þar sem fylgst var með gæðum laugarvatns og öryggi á
sundstöðum auk reglubundins eftirlits. Kemur fram að niðurstaða könnunarinnar var
viðunandi á Suðurnesjum á öllum sviðum.
Lagt fram til kynningar.
6. Fundur menningarfulltrúa á Suðurnesjum.
Fundargerð frá fundi menningarfulltrúa á Suðurnesjum sem fór fram á bæjarskrifstofunni
í Garði 26.05.2009.
Í fyrsta lið fundargerðarinnar er greint frá ráðstefnunni Menningarlandið 2009 sem fór
fram í Stykkishólmi í maí þar sem fjallað var um árangur af menningarsamningum
ríkisins í öllum landsfjórðungum og framtíð þeirra. Kemur fram að menningarfulltrúar
sveitarfélaganna á Suðurnesjum hafa áhyggjur af framgangi þessara mála á Suðurnesjum.
Mikilvægt sé að tryggja framtíð menningarsamningsins á svæðinu.
FMN tekur undir mikilvægi þess að framtíð menningarsamninga á Suðurnesjum verði
tryggð.
Lagt fram.
7. SamSuð-fundur.
Fundargerð frá SamSuð-fundi sem fór fram á Kaffi Duus í Reykjanesbæ 28.05.2009.
Lagt fram.

3

8. Drög að dagskrá Fjölskyldudagsins.
Frístunda- og menningarfulltrúi lagði fram drög að dagskrá fyrir Fjölskyldudaginn sem
fer fram laugardaginn 8. ágúst n.k.
FMN leggur áherslu á að skipulag Fjölskyldudagsins verði með svipuðu móti og síðustu
ár. Ákveðið að FMN muni funda aftur í byrjun júlí til að fara nánar yfir dagskrá
Fjölskyldudagsins.
9. Staða mála vegna samninga Sv. Voga við félagasamtök.
Farið var yfir stöðu mála vegna samninga Sv. Voga við félagasamtök í sveitarfélaginu.
FMN leggur áherslu á stuðningur við félagasamtök stuðli að öflugu barna- og
unglingastarfi. FMN leggur til að frístunda- og menningarfulltrúi og bæjarstjóri ræði við
þau félagasamtök sem sent hafa inn samningsdrög. FMN leggur áherslu á að
samningagerð verði lokið haustið 2009.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:15.

Getum við bætt efni síðunnar?