Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

109. fundur 25. mars 2015 kl. 18:00 í Álfagerði
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186

1503003F

Fundargerð 186. fundar bæjarráðs er lögð fram til afgreiðslu á 109. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lagt fram bréf Barnaverndarstofu dags. 20.janúar 2015, upplýsingar um áminningu til fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga skv.4.mgr. 8.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þegar hefur verið brugðist við áminningunni af hálfu Félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga og tekið til viðeigandi ráðstafana. Bókun fundar Bréf Barnavendarstofu dags. 20.1.2015, upplýsingar um áminningu til fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga skv. 4.mgr. 8.gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Þegar hefur verið brugðist við áminningunni af hálfu Félagsþjónustunnar og tekið til viðeigandi ráðstafana.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lagður fram tölvupóstur Velferðarráðuneytisins dags. 9.1.2015, svar við beiðni um undanþágu frá ákvæðum 2.mgr. 4.gr. laga nr. 59/1992 um lágmarksíbúafjölda á þjónustusvæðum. Ráðuneytið félst ekki á undanþágubeiðnina. Málið er áfram til úrvinnslu og í eðlilegum farvegi. Bókun fundar Tölvupóstur Velferðaráðuneytisins, svar við beiðni um undanþágu frá ákvæðum laga um lágmarksíbúafjölda á þjónustusvæðum. Ráðuneytið félst ekki á undanþágubeiðnina, en málið er áfram til úrvinnslu og í eðlilegum farvegi.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, JHH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lagt fram bréf Lex lögmannsstofu dags. 18.febrúar 2015. Bréfið er ritað f.h. eigenda jarðanna Landakots, Hvassahrauns, Stóru-Vatnsleysu, Minni-Vatnsleysu, hluta af Heiðarlandi Vogajarða og hluta af Stóra-Knarrarnesi vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2.
    Bæjarráð bendir á að bréfið er sent eftir að athugasemdafrestur var liðinn. Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar var staðfest á fundi bæjarstjórnar 25.2.2015. Að mati lögmanns sveitarfélgsins falla "Suðvesturlínur" ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum áætlana einar og sér, legið hafi fyrir frá því umsóknin barst að eingöngu sé fyrirhugað að ráðst í hluta þeirra framkvæmda sem umhverfismat framkvæmda Suðvesturlína tekur til.
    Bókun fundar Bréf Lex lögmannsstofu f.h. eigenda nokkura jarða í sveitarfélaginu, vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Bæjarráð bendir á að bréfið er sent eftir að athugasemdafrestur var liðinn. Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar var staðfest á fundi bæjarstjórnar 25.2.2015. Að mati lögmanns sveitarfélgsins falla "Suðvesturlínur" ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum áætlana einar og sér, legið hafi fyrir frá því umsóknin barst að eingöngu sé fyrirhugað að ráðst í hluta þeirra framkvæmda sem umhverfismat framkvæmda Suðvesturlína tekur til.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lagt fram bréf Birgis Þórarinssonar, Minna-Knarrarnesi, dags. 27.2.2015. Í bréfinu er áskorun til bæjarráð um að leita eftir fjárstuðningi til Landsnets við hitaveituframkvæmdir og lagningu ljósleiðara á Vatnsleysuströnd.
    Erindið er lagt fram.
    Bókun fundar Bréf Birgis Þórarinssonar, Minna-Knarrarnesi, áskorun til bæjarráðs um að leita eftir fjárstuðningi til Landsnets hf. við hitaveituframkvæmdir og lagningu ljósleiðara á Vatnsleysuströnd.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, GK, BBÁ, BS
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Með fundargögnum fylgja gildandi reglur um mennta- og menningarsjóð í Sveitarfélaginu Vogum.
    Bæjarráð samþykkir að ráðast í endurskoðun á reglunum með það að markmiði að sameina hann afrekssjóð íþróttamanna. Stefnt að því endurskoðaðar tillögur verði lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Gildandi reglur um mennta- og menningarsjóð fylgdu fundargögnum.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að ráðast í endurskoðun á reglunum með það að markmiði að sameina hann afrekssjóð íþróttamanna. Stefnt að því endurskoðaðar tillögur verði lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, JHH, BBÁ
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Með fundargögnum fylgja gildandi reglur um Afrekssjóð íþróttamanna
    Bæjarráð samþykkir að ráðast í endurskoðun á reglunum með það að markmiði að sameina hann mennta- og menningarsjóð.
    Stefnt að því endurskoðaðar tillögur verði lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.
    Bókun fundar Gildandi reglur um Afrekssjóð íþróttamanna fylgdu fundargögnum.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að ráðast í endurskoðun á reglunum með það að markmiði að sameina hann mennta- og menningarsjóð. Stefnt að því endurskoðaðar tillögur verði lagðar fram á næsta fundi bæjarráðs.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.´

    Til máls tóku: IG, JHH, BBÁ
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lagt fram mánaðarlegt rekstraryfirlit fyrir janúar og febrúar 2015. Bókun fundar Rekstraryfirlit janúar og febrúar 2015.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Rekstraryfirlitið lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram samantekt KPMG um Brunavarnir Suðurnesja ásamt drögum að stofnsamningi fyrir stofnun byggðasamlags um starfsemi BS.
    Samþykkt að vinna áfram að stofnun byggðasamlags í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
    Bókun fundar Samantekt KPMG um Brunavarnir Suðurnesja ásamt drögum að stofnsamningi fyrir stofnun byggðasamlags um starfsemi BS.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Samþykkt að vinna áfram að stofnun byggðasamlags í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, BÖÓ
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lagður fram tölvupóstur frá Placement með kynningu á starfsemi fyrirtækisins. Bókun fundar Tölvupóstur frá Placement með kynningu á starfsemi fyrirtækisins.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lagt fram bréf Styrktarsjóðs EBÍ þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að sækja um styrk til þróunarverkefna. Bókun fundar Bréf Styrktarsjóðs EBÍ þar sem vakin er athygli sveitarfélagsins á að sækja um styrk til þróunarverkefna.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • 1.11 1502036 Framkvæmdir 2015
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lagður fram tölvupóstur Tækniþjónustu SA dags. 12.3.2015 með niðurstöðu tilboða í framkvæmdir við endurgerð Aragerðis og stígs að Háabjalla. Eftirfarandi tilboð bárust:

    1. Ellert Skúlason ehf., kr. 25.960.640 (95%)
    2. Jón og Margeir ehf., kr. 26.960.000 (98%)
    3. Gröfuþjónustua Tryggva Einars ehf., kr. 28.520.600 (104%)
    4. Jarðbrúa ehf., kr. 34.436.400 (125%)
    5. S.S. Verk ehf., kr. 39.609.500 (145%)

    Kostnaðaráætlun: kr. 27.397.500 (100%)

    Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Ellert Skúlason hf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.
    Bókun fundar Niðurstaða útboðs vegna framkvæmda 2015, alls bárust fimm tilboð í endurgerð Aragerðis og gerð stígs að Háabjalla. Lægsta tilboðið var 95% af kostnaðaráætlun.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Ellert Skúlason hf., á grundvelli tilboðs fyrirtækisins.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Bergur Álfþórsson óskar bókað að hann fagni því að langþráður stígur að Háabjalla skuli nú verða að veruleika.

    Til máls tóku: IG, BBÁ
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna. Bókun fundar Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Lagt fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram fundargerð 95. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, haldinn 12.02.2015.
    Lögð fram fundargerð 96. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, haldinn 19.02.2015.
    Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti heimild til tímabundinnar fjölgunar stöðugildis, sbr. 1. mál fundargerðarinnar.
    Bókun fundar Fundargerðir 95. og 96. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðirnar lagðar fram. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti heimild til tímabundinnar fjölgunar stöðugildis, sbr. 1. mál 96. fundar.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram fundargerð 686. fundar stjórnar SSS, haldinn 18.02.2015. Bókun fundar Fundargerð 686. fundar stjórnar SSS.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram fundargerð stjórnar DS frá 18.02.2015. Bókun fundar Fundargerð stjórnar DS frá 18.2.2015

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, IRH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram fundargerð 457. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja haldinn 12.03.2015. Bókun fundar Fundargerð 457. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, IRH
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram fundargerð 39. fundar stjórnar Heklunnar, haldinn 21.11.2014. Bókun fundar Fundargerð 39. fundar stjórnar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram fundargerð 40. fundar stjórnar Heklunnar haldinn 9.1.2015. Bókun fundar Fundargerð 40. fundar Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram fundargerð 13. fundar stjórnar Þekkingaseturs Suðurnesja, haldinn 18.2.2015 Bókun fundar Fundargerð 13. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs haldinn 28.1.2015. Bókun fundar Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 28.1.2015.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram fundargerð 16. fundar stjórnar Reykjanes Jarðvangs haldinn 20.02.2015 Bókun fundar Fundargerð 16. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram fundargerð 372. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands haldinn 13.2.2015. Bókun fundar Fundargerð 372 fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram 825. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 16.2.2015.
    Lögð fram 826. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 27.2.2015
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tekur undir bókun stjórnar Sambandsins í 10. máli, þjónusta sveitarfélaga við fatlað fólk.
    Bókun fundar Fundargerð 825. og 826. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðirnar lagðar fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðu

    Bæjarstjórn bókar eftirfarandi: Bæjarstjórn tekur undir bókun stjórnar Sambandsins sem fram kemur í 10. lið 826. fundargerðar varðandi flutning á málefnum fatlaðra. Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 186 Lögð fram fundargerð Almannavarnarnefndar haldinn 15.01.2015. Bókun fundar Fundargerð Almannavarnarnefndar frá 15.01.2015.

    Niðurstaða 186. fundar bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 186. fundar bæjarráðs samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

2.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66

1503002F

Fundargerð 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram til afgreiðslu á 109. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Sveitarfélagið Vogar - Vogavík.
    Breyting á aðalskipulagi - 2008-2028 - Tillaga dags. desember 2014.
    Deiliskipulag - Tillaga dags. 09.12.2014.

    Tillögurnar hafa verið kynntar í samræmi við 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Engar athugasemdir bárust.

    Tillagan samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Breyting á aðalskipulagi 2008 - 2028, tillaga dags. desember 2014. Deiliskipulag, tillaga dags.09.12.2014. Tillögurnar hafa verið kynntar í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

    Niðurstaða 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar: Tillagan samþykkt samhljóða.

    Niðurstaða þessa fundar: Afgreiðsla 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Umsókn Sveitafélagsins Voga um framkvæmdaleyfi til gerðar göngu- og reiðstígar við Háabjalla.
    Heimild landeiganda liggur fyrir.

    Erindið samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Umsókn Sveitafélagsins Voga um framkvæmdaleyfi til gerðar göngu- og reiðstígar við Háabjalla.
    Heimild landeiganda liggur fyrir.

    Niðurstaða 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar: Erindið samþykkt samhljóða.

    Niðurstaða þessa fundar: Afgreiðsla 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Rætt um vatnsverndarsvæði samkvæmt svæðisskipulagi Suðurnesja. Bókun fundar Vatnsverndarsvæði samkvæmt svæðisskipulagi Suðurnesja.

    Niðurstaða 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar: Málið rætt.

    Niðurstaða þessa fundar: Afgreiðsla 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Efla verkfræðistofa, María Bjarnadóttir leggur fram fyrirspurn varðandi skipulagsáætlun fyrir Nesbúegg, Vogum

    Um er að ræða fyrirhugaða stækkun á alifuglahúsi sem stendur austast á svæði Nesbú á Vatnsleysuströnd. Húsið yrði lengt um 28m. Heildarlengd þess verður þá 68m. Í húsinu eru 11.000 varphænur í dag og myndi sá fjöldi halda sér.
    Óskað er eftir mati umhverfis- og skipulagsnefndar hvort vinna eigi skipulagsáætlun í þessu sambandi sem tekin verði fyrir skv. 44. gr. Skipulagslaga og fari í grendarkynningu eða hvort um deiliskipulagstillögu sé um að ræða.

    Meginreglan er sú að svæðið verði deiliskipulagt, Umhverfis- og skipulagsnefnd er sammála um að um deiliskipulagstillögu sé að ræða.
    Bókun fundar Fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar stækkunar á alifuglahúsi Nesbús hf. Óskað eftir mati nefndarinnar hvort vinna eigi skipulagsáætlun með tilheyrandi grenndarkynningu eða hvort um deiliskipulagstillögu sé að ræða.

    Niðurstaða 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar: Meginreglan er sú að svæðið verði deiliskipulagt, Umhverfis- og skipulagsnefnd er sammála um að um deiliskipulagstillögu sé að ræða.

    Niðurstaða þessa fundar: Afgreiðsla 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 66 Bréf Sangerðisbæjar dags. 4. mars 2015 þar sem kynnt eru drög að breytingartillögu Aðalskipulags Sandgerðisbæjar 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu.

    Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingartillöguna.
    Bókun fundar Bréf Sandgerðisbæjar, kynnt drög að breytingartillöug Aðalaskipulags Sandgerðisbæjar 2008- 2024, ásamt umhverfisskýrslu.

    Niðurstaða 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar: Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingartillöguna.
    Niðurstaða þessa fundar: Afgreiðsla 66. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

3.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 54

1503001F

Fundargerð 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 109. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 54 Rætt um gerð menningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Skoðuð stefnumörkun frá nokkrum stöðum í menningarmálum og rætt um að hafa slíka stefnumörkun til hliðsjónar. Hugmyndavinna er farin af stað. Bókun fundar Rætt um gerð menningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Skoðuð stefnumörkun frá nokkrum stöðum í menningarmálum og rætt um að hafa slíka stefnumörkun til hliðsjónar. Hugmyndavinna er farin af stað.

    Niðurstaða 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Málið rætt.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 54 Safnahelgi verður haldin 14. - 15. mars. Dagskrá í Vogum verður á bókasafni í umsjón norræna félagsins í Vogum og í Álfagerði í umsjón sögu- og minjafélags Vatnsleysustrandar. Búið er að kynna dagskrána á öllum Suðurnesjum og víða í fjölmiðlum. Bókun fundar Dagskrá safnahelgar 14. - 15. mars.

    Niðurstaða 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Málið kynnt.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, JHH.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 54 Fjölskyldudagar í Vogum verða haldnir helgina 14. - 16. ágúst. Undirbúningur er hafinn. FMN ræddi mögulegar leiðir í þróun hátíðarinnar. Fólk er sammála um að halda aðaláherslu á fjölskyldu og menningu. Bókun fundar Fjölskyldudagar í Vogum verða 14. - 16. ágúst 2015.

    Niðurstaða 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Undirbúningur er hafinn. FMN ræddi mögulegar leiðir í þróun hátíðarinnar. Fólk er sammála um að halda aðaláherslu á fjölskyldu og menningu.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, JHH
  • 3.4 1503008 Tjaldstæði 2015
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 54 Rætt um tjaldstæði. FMN telur mikilvægt að haldið verði áfram með uppbyggingu tjaldstæðis. Ýmsar mögulegar leiðir ræddar í því sambandi. Nefndin telur afar brýnt að tjaldsvæði verði girt af og hugað verði að skjóli fyrir vindi. Bókun fundar Rætt um tjaldstæði sveitarfélagsins.

    Niðurstaða 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar: FMN telur mikilvægt að haldið verði áfram með uppbyggingu tjaldstæðis. Ýmsar mögulegar leiðir ræddar í því sambandi. Nefndin telur afar brýnt að tjaldsvæði verði girt af og hugað verði að skjóli fyrir vindi.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, BS, JHH, IRH
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 54 Áætlað er að sumarstarf verði með svipuðu sniði og áður. Búið er að auglýsa sumarstörf laus til umsóknar og eru umsóknir byrjaðar að berast. Umsóknarfrestur um sumarstörf er til og með 22. mars. Bókun fundar Yfirferð á sumarstarfi sveitarfélagsins.

    Niðurstaða 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Áætlað er að sumarstarf verði með svipuðu sniði og áður. Búið er að auglýsa sumarstörf laus til umsóknar og eru umsóknir byrjaðar að berast. Umsóknarfrestur um sumarstörf er til og með 22. mars.

    Til máls tóku: IG, BBÁ

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 54 Lokið hefur verið við gerð forvarnastefnu sveitarfélagsins fyrir nokkru síðan og er hún aðgengileg öllum á heimasíðu sveitarfélagsins, www.vogar.is. FMN fagnar því að forvarnastefna liggi fyrir og hvetur íbúa og félagasamtök til að kynna sér hana. Bókun fundar Gerð forvarnarstefnu er lokið og hún aðgengileg öllum á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Niðurstaða 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar: FMN fagnar því að forvarnastefna liggi fyrir og hvetur íbúa og félagasamtök til að kynna sér hana.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 54 Rætt um að FMN leiki boccia við eldri borgara 30. apríl. Sama dag er áætlað í framhaldinu að bjóða eldri borgurum upp á kjötsúpu og spjall í Álfagerði. Félagsstarfið gengur vel og margt á döfinni. Bókun fundar Yfirferð á starfsemi í Álfagerði.

    Niðurstaða 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar: Félagsstarfið gengur vel og margt á döfinni.

    Afgreiðsla þessa fundar: Afgreiðsla 54. fundar Frístunda- og menningarnefndar er samþykkt á 109. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.

    Til máls tóku: IG, JHH

4.Ársreikningur 2014

1502002

Fyrri umræða ársreiknings Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2014
Drög að ársreikningi Sveitarfélagsins Voga 2014 lögð fram til fyrri umræðu. Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins.

Bókun bæjarstjórnar við fyrri umræðu um ársreikning sveitarfélagsins 2014:
"Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs og samstæðunnar er jákvæð og betri en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Í A-hluta (bæjarsjóði) eru tekjur umfram gjöld 13,5 m.kr., en í A og B hluta (samstæðu) er tekjuafgangurinn 16 miljónir króna. Með þessum viðsnúningi í rekstri hefur tekist að uppfylla ákvæði jöfnunarreglu sveitarstjórnarlaga að fullu. Á árinu 2014 lauk uppkaupum sveitarfélagsins á fasteignum sem áður voru í eigu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ehf., sveitarfélagið á nú sjálft allar fasteignir sínar. Kaupin voru fjármögnuð að hluta með inneign í Framfarasjóði sveitarfélagsins og nýrri lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Að aflokninni þessari fjárhagslegu endurskipulagningu er skuldahlutfall bæjarsjóðs um 80%, og því vel innan þeirra marka sem kveðið er á um í fjármálareglum sveitarstjórnarlaga. Fjármunamyndun rekstursins er viðunandi, en veltufé frá rekstri á árinu 2014 var tæpar 70 miljónir króna. Á heildina litið er fjárhagsstaða sveitarfélagsins viðunandi og stenst öll viðmið samkvæmt ákvæðum fjármálareglna sveitarstjórnarlaga."

Bókunin samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Ársreikningurinn er lagður fram og vísað til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Til máls tóku: IG, ÁE, JHH, BBÁ

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?