Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

54. fundur 12. mars 2015 kl. 19:30 - 19:30 í félagsmiðstöð
Nefndarmenn
  • Erla Lúðvíksdóttir formaður
  • Þorvaldur Örn Árnason varaformaður
  • Kristinn Benediktsson aðalmaður
  • Sylvía Hlíf Latham aðalmaður
  • Stefán Arinbjarnarson, frístunda- og menningarfulltrúi embættismaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Arinbjarnarson frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Menningarstefna Sveitarfélagsins Voga

1502031

Rætt um gerð menningarstefnu fyrir sveitarfélagið. Skoðuð stefnumörkun frá nokkrum stöðum í menningarmálum og rætt um að hafa slíka stefnumörkun til hliðsjónar. Hugmyndavinna er farin af stað.

2.Safnahelgi á Suðurnesjum 2015

1502013

Safnahelgi verður haldin 14. - 15. mars. Dagskrá í Vogum verður á bókasafni í umsjón norræna félagsins í Vogum og í Álfagerði í umsjón sögu- og minjafélags Vatnsleysustrandar. Búið er að kynna dagskrána á öllum Suðurnesjum og víða í fjölmiðlum.

3.Fjölskyldudagar 2015

1503009

Fjölskyldudagar í Vogum verða haldnir helgina 14. - 16. ágúst. Undirbúningur er hafinn. FMN ræddi mögulegar leiðir í þróun hátíðarinnar. Fólk er sammála um að halda aðaláherslu á fjölskyldu og menningu.

4.Tjaldstæði 2015

1503008

Rætt um tjaldstæði. FMN telur mikilvægt að haldið verði áfram með uppbyggingu tjaldstæðis. Ýmsar mögulegar leiðir ræddar í því sambandi. Nefndin telur afar brýnt að tjaldsvæði verði girt af og hugað verði að skjóli fyrir vindi.

5.Sumarstarf Sveitarfélagsins Voga 2015

1503010

Áætlað er að sumarstarf verði með svipuðu sniði og áður. Búið er að auglýsa sumarstörf laus til umsóknar og eru umsóknir byrjaðar að berast. Umsóknarfrestur um sumarstörf er til og með 22. mars.

6.Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Voga

1302025

Lokið hefur verið við gerð forvarnastefnu sveitarfélagsins fyrir nokkru síðan og er hún aðgengileg öllum á heimasíðu sveitarfélagsins, www.vogar.is. FMN fagnar því að forvarnastefna liggi fyrir og hvetur íbúa og félagasamtök til að kynna sér hana.

7.Starfsemi í Álfagerði 2015

1502016

Rætt um að FMN leiki boccia við eldri borgara 30. apríl. Sama dag er áætlað í framhaldinu að bjóða eldri borgurum upp á kjötsúpu og spjall í Álfagerði. Félagsstarfið gengur vel og margt á döfinni.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?