Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

153. fundur 30. janúar 2019 kl. 18:00 - 19:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Sigurpáll Árnason aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Starfsmenn
  • Einar Kristjánsson
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 267

1812006F

Fundargerð 267. fundar bæjarráðs er lögð fram á 153. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.


2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 268

1901002F

Fundargerð 268. fundar bæjarráðs er lögð fram á 153. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 268 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 268 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð harmar að UMFÞ hyggist ekki standa að hlaupinu. Sveitarfélagið hyggst hins vegar ekki standa að framkvæmd þess.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 268 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að áframhaldandi úrvinnslu málsins og óska eftir viðræðum við meðeigendur sveitarfélagsins að Heiðarlandi Vogajarða um vatnstökuréttindin.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 268 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir að tilnefna Áshildi Linnet, formann Umhverfis- og skipulagsnefndar sem fulltrúa Sveitarfélagsins Voga. Til vara verður Friðrik V. Árnason, varaformaður Umhverfis- og skipulagsnefndar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 268 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Alls bárust 5 umsóknir um starf bæjarritara. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra um að ráða Einar Kristjánsson, viðskiptafræðing MBA í starf bæjarritara. Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn óskar nýráðnum bæjarritara velfarnaðar í störfum sínum.

    Til máls tók JHH, BBÁ, BS.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 268 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Tillagan lögð fram, bæjarráð leggur til að tillagan í endanlegri mynd verði staðfest á næsta fundi bæjarstjórnar.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir reglurnar sem eru lagðar fram í endanlegri útgáfu á fundinum.

    Til máls tóku: JHH, BBÁ, BS.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 268 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 268 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram. Vísað til umsagnar hjá formanni Kjörnefndar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 268 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 268 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269

1901003F

Fundargerð 269. fundar bæjarráðs er lögð fram á 153. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir umsóknina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir umsóknina.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir umsóknina.
  • 3.4 1901008 Gjaldskrá 2019
    Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269 Lagt fram erindi forstöðumanns umhverfis og eigna, þar sem vísað er til ábendinga Umhverfisstofnunar varðandi ákvæði í gjaldskrá um losun og úrgangs í Vogahöfn.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir eftirfarandi gjaldskrárbreytingu:
    18. grein.

    Fiskiskip, skemmtibátar sem ekki mega flytja fleiri en 12 farþega, herskip, hjálparskip í flota, skip sem þjónusta fiskeldi og skip í ríkiseign eða ríkisrekstri sem nýtt eru í þágu hins opinbera, sem koma til hafnar skulu greiða eftirfarandi gjald fyrirmóttöku og meðhöndlun á úrgangi frá skipum:

    Skip minni en 10 BT kr./mán. 2.400.-
    Skip 10 - 100 BT kr./mán. 4.800.-
    Skip stærri en 100 BT kr./mán. 8.400.-

    Sorpeyðingargjald er innifalið í ofangreindum verðum.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn staðfestir tillögu í endanlegri mynd sem lögð fram á fundinum.

    Til máls tók: SÁ.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269 Lagt fram minnisblað bæjarstjóra með tillögu um umferðamerkingar og hámarkshraða á miðbæjarsvæði og Vogabraut.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Bæjarráð samþykkir framlagða tillöguna og felur bæjarstjóra að sækja um breytingarnar til viðkomandi yfirvalda. Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar JHH leggur fram tillögu um að málinu verði vísað til umfjöllunar í Umhverfis- og skipulagsnefnd.
    Tillagan er felld með þremur atkvæðum gegn fjórum.

    Til máls tók: ÁL, JHH, BS, BBÁ.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Erindið lagt fram. Fyrir liggur að nú þegar liggur stofnstrengur ljóðsleiðara um Vatnsleysuströnd, svo einungis yrði unnt að nýta skurði fyrir heimtaugar. Bæjarstjóra falið að svara bréfritara.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269 Lagt fram minnisblað ásamt fylgigögnum varðandi áformaða uppskiptingu Umhverfis- og skipulagsnefndar í Umhverfisnefnd og Skipulagsnefnd.

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram. Bæjarstjóra falið að leggja fram erindisbréf nýrra nefnda með fundarboði næsta fundar bæjarstjórnar. Breyting á samþykktum sveitarfélagsins verði tekin til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 21.1.2019. Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að leggja fram drög að samkomulagi aðila til samþykktar á næsta fundi bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269 Fundargerð 46. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 268. fundi bæjarráðs

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269 Fundargerðin lögð fram.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 269 Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðin lögð fram.

4.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 107

1901001F

Fundargerð 107. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 153. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum liðum fundargerðarinnar, nema annað sé tekið fram í bókun undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.


  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 107 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Samþykkt að heimila að unnin verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við erindið ásamt breytingu á deiliskipulagi.
    Bókun fundar Til máls tóku: JHH, ÁL.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 107 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Samþykkt er að tillagan verði auglýst.

5.Sameining Kölku og Sorpu

1706027

Tillaga stjórnar Kölku um að aðildarsveitarfélög Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja taki afstöðu til sameiningar Kölku og Sorpu. Jafnframt tilboð Reykjanesbæjar um að sveitarfélagið gerist aðili að samkomulagi við Hauk Björnsson, ráðgjafa.
Bæjarstjórn samþykkir framkomið tilboð frá Reykjanesbæ um aðild að samningi um ráðgjöf við Sperora ehf.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að fresta því að taka afstöðu til hugmynda um sameiningu Sorpu og Kölku, þar til niðurstaða ráðgjafavinnunnar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

6.Endurskoðun aðalskipulags kjörtímabilið 2018 - 2022

1806008

Tillaga um stofnun stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna eftirtalda í stýrihóp um endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins:

Frá E-lista:
Aðalmenn: Áshildur Linnet, Friðrik V. Árnason, Ingþór Guðmundsson
Varamenn: Davíð Harðarson, Guðmundur Kristinn Sveinsson, Sindri Jens Freysson.

Frá D-lista:
Aðalmenn: Andri Rúnar Sigurðsson, Björn Sæbjörnsson
Varamenn: Sigurpáll Árnason, Kristinn Benediktsson

Frá L-lista:
Aðalmaður: Gísli Stefánsson
Varamaður: Kristinn Björgvinsson

Bæjarstjórn kýs Áshildi Linnet sem formann, og Ingþór Guðmundsson sem varaformann.
Stýrihópnum falið að koma með tillögu að vinnutilhögun ásamt fyrirkomulagi um vinnu stýrihópsins til framlagningar og samþykktar á næsta fundi bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

7.Stjórnsýsla sveitarfélagsins

1705022

Tillaga um uppskiptingu Umhverfis- og skipulagsnefndar í Umhverfisnefnd og Skipulagsnefnd. Drög að erindisbréfum nýrra nefnda.
Bæjarstjórn samþykkir að settar verði á stofn Skipulagsnefnd og Umhverfisnefnd, sem leysi af hólmi Umhverfis- og skipulagsnefnd.
Bæajárstjórn samþykkir jafnframt að fresta afgreiðslu skipunarbréfa hinna nýju nefnda á næsta fundi bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: IG, ÁL, ÁE.

8.Endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins Voga

1303038

Tillaga um breytingu samþykkta v/ uppskiptingu Umhverfis- og skipulagsnefndar í Skipulagsnefnd og Umhverfisnefnd. Tillaga um breytingu samþykkta v/ Frístunda- og menningarnefndar (bæta við sem fastanefnd), sem og að fella brott ákvæði um búfjáreftirlitsmann. Bætt við kafla um ritun fundargerða.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra með tillögum um breytingum á samþykktum sveitarfélagsins.

Lagt fram til fyrri umræðu.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

Til máls tóku: IG, JHH.

9.Menningarmiðstöð - tillaga

1901024

Jóngeir H. Hlinason, bæjarfulltrúi L-listans leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að Sveitarfélagið Vogar kanni með kaup á fasteigninni Hafnargötu 15 (Sólheimum) sem nú er til sölu með því markmiði að húsið verði nýtt sem fræðasetur og menningarmiðstöð, ásamt því að þar geti nýráðinn menningarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum haft aðstöðu sína.
Bergur Álfþórsson leggur til að málinu verði vísað til umfjöllunar í bæjarráði.

Tillagan er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, JHH, ÁL, BBÁ, BS.

10.Umsagnir um rekstrarleyfi

1705017

Sýslumaðurinn í Keflavík óskar umsagnar bæjarstjórnar vegna umsóknar Kvenfélagsins Fjólu um tækifærisleyfi v/ þorrablóts, þann 2.2.2019.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?