Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

107. fundur 15. janúar 2019 kl. 17:30 - 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Áshildur Linnet formaður
  • Friðrik V. Árnason varaformaður
  • Davíð Harðarson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Sigurður H. Valtýsson, skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Valtýsson skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hvassahraun-frístundabyggð. Breyting á aðal- og deiliskipulagi

1810076

Tölvupóstur Landslags ehf. dags. 23.1.2018 fyrir hönd landeiganda Loran ehf. þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins, sem felst í því að heimila gististarfsemi sem fellur undir atvinnustarfsemi í frístundabyggðinni í Hvassahrauni. Einnig er óskað eftir að ferill breytingar á deiliskipulagi verði tekinn upp að nýju. Frestað mál frá 105. fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Samþykkt að heimila að unnin verði tillaga að breytingu á aðalskipulagi í samræmi við erindið ásamt breytingu á deiliskipulagi.

2.Svæðisskipulag Suðurnesja 2008-2024

1412019

Tillaga að breytingu á Svæðisskipulagi Suðurnesja 2008-2024 ásamt umhverfisskýrslu, dags. desember 2018. Breytingin snýr að að afmörkun vatnsverndarsvæðis í Reykjanesbæ og Sveitarfélaginu Vogum og nýs flugbrautarkerfis Keflavíkurflugvallar.
Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
Samþykkt er að tillagan verði auglýst.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?