146. fundur
13. júní 2018 kl. 18:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonforseti bæjarstjórnar
Bergur Álfþórssonaðalmaður
Áshildur Linnetaðalmaður
Inga Rut Hlöðversdóttir1. varamaður
Sigurpáll Árnasonaðalmaður
Andri Rúnar Sigurðsson1. varamaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonaðalmaður
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
Bergur B. Álfþórsson, starfsaldursforseti bæjarstjórnar, stýrði fundi þar til forseti bæjarstjórnar var kjörinn.
1.Kosning forseta og varaforseta
1806004
Í samræmi við ákvæði 7.gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga skal kjósa forseta og tvo varaforseta til eins árs á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar.
Samþykkt
Tilnefningar til embættis forseta, 1. varaforseta og 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs eru eftirfarandi:
Ingþór Guðmundsson af E-lista er tilnefndur sem forseti bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Nýkjörinn forseti bæjarstjórnar, Ingþór Guðmundsson, tekur við stjórn fundarins.
Áshildur Linnet af E-lista er tilnefnd sem 1.varaforseti bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
Björn Sæbjörnsson af D-lista er tilnefndur sem 2. varaforseti bæjarstjórnar. Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.
2.Kosning í bæjarráð
1806005
Í samræmi við ákvæði 27. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga skal á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar kjósa 3 aðalmenn og jafnmarga varamenn í bæjarráð til eins árs.
Samþykkt
Tilnefningar í bæjarráð til eins árs eru eftirfarandi:
Af E-lista:
Aðalmenn: Bergur B. Álfþórsson, formaður Ingþór Guðmundsson, varaformaður
Varamenn: Áshildur Linnet Birgir Örn Ólafsson
Af D-lista:
Aðalmaður: Björn Sæbjörnsson
Varamaður: Sigurpáll Árnason
Af hálfu L-lista er Jóngeir H. Hlinason tilnefndur áheyrnarfulltrúi í bæjarráð, og Rakel Rut Valdimarsdóttir til vara.
Tilnefningarnar eru samþykktar samhljóða með 7 atkvæðum.
3.Kosningar í nefndir og ráð
1806006
Kosning í nefndir og ráð samkvæmt ákvæðum 34., 35., 43.,46. og 47.gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga.
Samþykkt
Fyrir fundinum liggja tilnefningar framboðanna um skipan í nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að. Alls eru lagðir fram þrír listar, þ.e. einn frá E-listanum, einn frá D-listanum og einn frá L-listanum. Fyrir liggur að E-listinn á rétt á þremur fulltrúum í hverja fimm manna nefnd, og D-listinn á rétt á einum fulltrúa í hverja fimm manna nefnd. Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga skal varpað hlutkesti um fimmta sæti í nefnd, í samræmi við s.k. d´Honts reglu.
Eftirfarandi tilnefningar voru lagðar fram:
Kjörstjórn: Kjósa skal þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.
Eftirfarandi tilnefningar hafa komið fram:
Af E-lista:
Aðalmenn: Hilmar Egill Sveinbjörnsson Þórdís Símonardóttir Jón Ingi Baldvinsson
Almannavarnarnefnd Suðurnejsa: Einn aðalmaður og einn til vara.
Af E-lista:
Aðalmaður: Ásgeir Eiríksson
Varamaður: Birgir Örn Ólafsson.
Þar sem fjöldi tilnefninga eru jafnmargar þeim sætum sem sveitarfélagið á rétt á í nefndinni eru framangreindir aðal- og varamenn sjálfkjörnir.
Heilbrigðisnefnd Suðurnesja: Einn fulltrúi og einn til vara.
Af E-lista:
Aðalmaður: Inga Rut Hlöðversdóttir
Varamaður: Áshildur Linnet
Þar sem fjöldi tilnefninga eru jafnmargar þeim sætum sem sveitarfélagið á rétt á í nefndinni eru framangreindir aðal- og varamenn sjálfkjörnir.
Brunavarnir Suðurnesja: Einn aðalamaður og einn til vara.
Af E-lista:
Aðalmaður: Birgir Örn Ólafsson
Varamaður: Ingþór Guðmundsson
Þar sem fjöldi tilnefninga eru jafnmargar þeim sætum sem sveitarfélagið á rétt á í nefndinni eru framangreindir aðal- og varamenn sjálfkjörnir.
Fulltrúar á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga: Tveir aðalmenn og tveir til vara.
Af E-lista: ´ Aðalmaður: Ingþór Guðmundsson
Varamaður: Birgir Örn Ólafsson
Af D-lista:
Aðalmaður: Sigurpáll Árnason
Varmaður: Björn Sæbjörnsson
Þar sem fjöldi tilnefninga eru jafnmargar þeim sætum sem sveitarfélagið á rétt á í nefndinni eru framangreindir aðal- og varamenn sjálfkjörnir.
Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum: Einn aðalmaður og einn til vara.
Af E-lista:
Aðalmaður: Ingþór Guðmu
4.Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2018 - 2022
1806007
Í samræmi við ákvæði 48. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Voga ræður bæjarstjórn framkvæmdastjóra.
Samþykkt
Forseti bæjarstjórnar leggur fram svohljóðandi tillögu: "Bæjarstjórn samþykkir að ráða Ásgeir Eiríksson sem bæjarstjóra Sveitarfélagsins Voga kjörtímabilið 2018 - 2022. Bæjarstjórn samþykkir að veita forseta heimild til að ganga til samninga við Ásgeir og að ráðningarsamningur verði lagður fram til staðfestingar á næsta fundi bæjarráðs."
Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: IG, JHH, BBÁ.
5.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 256
1806001F
Samþykkt
Fundargerð 255. fundar bæjarráðs er lögð fram á 156. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs á fundargerðinni, nema annað sé bókað undir einstökum liðum hennar.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 256Skýrslan lögð fram. Bæjarráð fagnar skýrslunni og þeim ábendingum sem þar koma fram.Bókun fundarTil máls tók: JHH, ÁL
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 256Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Íbúðalánasjóð um leigu á íbúðinni til eins árs. Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa málefnum félagslegs íbúðarhúsnæðis til frekari umræðu og umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2023. Samþykkt samhljóða.Bókun fundarTil máls tók: JHH
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 256Fundargerðin lögð fram. Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með rökstuðning Ferðamálastofu, og hvetur til þess að Markaðsstofa Suðurnesja sitji við sama borð og aðrar markaðsstofur hvað varðar úthlutun framlaga. Jafnframt hvetur bæjarráðið Ferðamálastofu til að fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga um afgreiðslu málsins.Bókun fundarTil máls tók: JHH, ÁL
Bæjarstjórn tekur undir bókun bæjarráðs gagnvart Ferðamálastofu. Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Sumarleyfi bæjarstjórnar verður frá 14. júní - 29. ágúst 2018. Bæjarráð hefur samkvæmt ákvæðum samþykkta sveitarfélagsins og með vísan í sveitarstjórnarlög nr. 138/2011 heimild til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.
Næsti fundur bæjarstjórnar verður miðvikudaginn 29.ágúst 2018.
Í lok fundar óskaði forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum ánægjulegs sumarleyfis.