Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

256. fundur 06. júní 2018 kl. 06:30 - 07:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Barnavernd - úttekt á starfsemi 2018

1806002

Úttekt á starfsemi félagsþjónustu og barnaverndar, ásamt tillögum til úrbóta
Skýrslan lögð fram.
Bæjarráð fagnar skýrslunni og þeim ábendingum sem þar koma fram.

2.Eignir Íbúðalánasjóðs til útleigu fyrir sveitarfélögin.

1804010

Íbúðalánasjóður býður sveitarfélaginu íbúð til leigu.
Fyrir liggur umsögn félagsþjónustu.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Íbúðalánasjóð um leigu á íbúðinni til eins árs. Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa málefnum félagslegs íbúðarhúsnæðis til frekari umræðu og umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2023. Samþykkt samhljóða.

3.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2018

1804028

Rekstraryfirlit mánaðanna janúar - apríl 2018, ásamt samanburði við áætlun
Rekstraryfirlitin lögð fram.

4.Slit DS

1710024

Gögn vegna slitameðferðar DS til staðfestingar, ásamt fundargerð skiptastjórnar.
Bæjarráð samþykkir fundargerð slitafundar Dvalarheimilis aldraðra Suðurnesjum frá 30.5.2018.

5.Frá nefndasviði Alþingis - 479. mál til umsagnar

1804042

Alþingi sendir til umsaganar tillögu til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018 - 2019.
Lagt fram.

6.Fundir Reykjanes jarðvangs 2018

1803037

Fundargerðir 43. og 44. funa stjórnar Reykjanes Geopark
Fundargerðirnar lagðar fram.

7.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2018.

1802019

Fundargerð 65. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Með gögnum fylgir einnig rökstuðningur Ferðamálastofu vegna skerts framlags til starfsemi Markaðsstofu Reykjaness.
Fundargerðin lögð fram.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með rökstuðning Ferðamálastofu, og hvetur til þess að Markaðsstofa Suðurnesja sitji við sama borð og aðrar markaðsstofur hvað varðar úthlutun framlaga. Jafnframt hvetur bæjarráðið Ferðamálastofu til að fylgja ákvæðum stjórnsýslulaga um afgreiðslu málsins.

8.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018.

1802010

Fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.

9.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2018.

1801009

Fundargerð 139. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt skýrslu um úttekt á starfi barnaverndar og félagsþjónustu.
Fundargerðin lögð fram.

10.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerðir stjórnar Öldungaráðs Suðurnesja frá 23.4 og 28.5.2018
Fundargerðirnar lögð fram.

11.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2018.

1801019

Fundargerð 492. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Fundarerðin lögð fram.
Þessi fundur er síðasti fundur bæjarráðs á kjörtímabilinu. Varaformaður færði bæjarráðsmönnum þakkir fyrir samstarfið á kjörtímabilinu, og óskaði þeim velfarnaðar.

Fundi slitið - kl. 07:10.

Getum við bætt efni síðunnar?