Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

142. fundur 28. febrúar 2018 kl. 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 251

1801003F

Fundargerð 251. fundar bæjarráðs er lögð fram á 142. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs á einstökum erindum fundargerðarinnar, nema annað komi fram undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

2.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72

1802002F

Fundargerð 72. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 142. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á einstökum erindum fundargerðarinnar, nema annað komi fram undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72 Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin dagana 10. og 11. mars. Ókeypis aðgangur verður á söfn á Suðurnesjum og fjölmargir menningarviðburðir í Garði, Grindavík, Reykjanesbæ, Sandgerði, og Vogum. Unnið er að skipulagningu dagskrár en meðal þess sem verður á döfinni í Vogum er málþing um Stefán Thorarensen. Hann var sveitarhöfðingi, prestur, sálmaskáld og menntafrömuður á 19. öld. Áætlað er að málþingið verði sunnudaginn 11. mars 2018 milli kl. 13 og 15.30 í Kálfatjarnarkirkju.
    Einnig er áætlað að Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar bjóði gestum í skólasafnið í Norðurkotsskóla.
    Dagskrá Safnahelgar verður vel kynnt á Suðurnesjum, m.a. á www.safnahelgi.is

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72 Frístunda- og menningarnefnd samþykkti á síðasta ári reglur um menningarverðlaun sem síðan voru staðfestar af bæjarstjórn. Þær eru nú aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins. Frístunda- og menningarnefnd gekk frá auglýsingu og verður hún send út.

    Afgreiðsla FMN. ´
    Nefndin ákveður að menningarverðlaun verði veitt við hátíðlega athöfn sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl og setur tilnefningafrest til 14. mars. Frístunda- og menningarnefnd hvetur íbúa og félagasamtök til að senda inn tilnefningar.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72 Íþróttamaður Voga 2017 var útnefndur við hátíðlega athöfn á gamlársdag. Frístunda- og menningarnefnd sá um valið og var auglýst eftir tilnefningum. Við sama tækifæri voru veitt hvatningarverðlaun til ungmenna sem þótt hafa skarað framúr á sviði íþrótta. Nefndin fór yfir skipulag og framkvæmd atburðarins og ræddi.

    Afgreiðla FMN.
    Málið rætt. Nefndin þakkar innsendar tilnefningar og óskar verðlaunahöfum til hamingju.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72 Starfsemi er blómleg í Álfagerði og búið að gefa út bækling fyrir félagsstarf á vorönn sem dreift var til allra íbúa sveitarfélagsins sem eru 60 ára og eldri. Fjölmennt þorrablót var haldið í Álfagerði í janúar sem þótti vel heppnað.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72 Starf félagsmiðstöðvar hefur farið vel af stað á nýju ári og var t.a.m. farið á grunnskólahátíð Hafnarfjarðar en hefð er fyrir því að Hafnfirðingar bjóði okkur á hátíðina. Öskudagsskemmtun verður haldin venju samkvæmt en þar er um að ræða samstarfsverkefni félagsmiðstöðvar og nemenda í 10. bekk ásamt foreldrum.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72 Farið yfir starfsáætlun FMN sem höfð hefur verið til grundvallar við starfsemi nefndarinnar á kjörtímabilinu.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt. Nefndin setur sér það markmið að útrunnir samstarfssamningar við frjáls félög í sveitarfélaginu verði endurnýjaðir áður en nefndin lætur af störfum.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72 Erindi frá Landgræðslu- og Skógræktarfélaginu Skógfelli til bæjarstjórnar varðandi gerð stígs að Háabjalla. Bréfið var einnig sent formanni FMN til kynningar.

    Afgreiðsla FMN.
    Málið rætt. Nefndin telur mikilvægt að íbúar hafi gott aðgengi að útivistarsvæðinu við Háabjalla og Snorrastaðatjarnir.
  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 72 Fundargerð frá Samsuðfundi 8. desember

    Afgreiðsla FMN.
    Fundargerðin lögð fram.

    Fundargerð frá Samsuðfundi 21. desember

    Afgreiðsla FMN.
    Fundargerðin lögð fram.

3.Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97

1802001F

Fundargerð 97. fundar Umhverfis- og skipulagsnefndar er lögð fram á 142. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.

Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar á einstökum erindum fundargerðarinnar, nema annað komi fram undir viðkomandi máli.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
  • 3.1 0712001 Grænuborgarhverfi
    Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Fulltrúum J21 efh. er þakkað fyrir kynninguna.
    Tekið er jákvætt í breytingu á deiliskipulagi og samþykkt að heimila að unnin verði tillaga, sem lögð verði fyrir nefndina til nánari skoðunar. Áformin virðast í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélgsins Voga 2008-2028 eins og þau eru kynnt. Nefndin leggur áherslu á að unnið sé að útfærslu skipulags í anda þeirrrar fjölbreytni sem kemur fram í aðalskipulagi.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umsagnir og athugasemdir lagðar fram og er lagt til þær verði hafðar til hliðsjónar við frekari vinnslu skipulagstillögunnar.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og leggur til að hún verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Til máls tóku: BS, ÁL, JHH
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að erindið verði tekið til athugunar við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Afgreiðslu tillögunnar er frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að skoða tillöguna nánar og mögulega aðkomu sveitarfélagsins.
  • 3.6 1801013 Umsókn um lóð.
    Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að við endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins verði tekið til skoðunar hvort möguleiki verði fyrir byggð af þessu tagi.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Niðurstaða:
    Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Umhverfis- og skipulagsnefnd telur erindið samræmast skipulagi og vísar frekari úrvinnslu til byggingarfulltrúa. Sækja skal um byggingarleyfi með umsókn og tilheyrandi gögnum. Málsmeðferð umsóknar um bygginagarleyfi og gögn fari skv. ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2010.
    Bókun fundar Til máls tók: JHH
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Umsóknin er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar og ætti því að grenndarkynna í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að byggingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda vegna fjarlægðar í næstu hús og fellur því frá grenndarkynningu skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að um óveruleg frávik sé að ræða skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hagsmunir nágranna skerðist í engu og heimilar því frávikið.
    Málsmeðferð umsóknar verði í samræmi við ákvæði laga um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
  • Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 97 Afgreiðsla umhverfis- og skipulagsnefndar:
    Lagt fram til kynningar.

4.Lögreglusamþykkt Sveitarfélagsins Voga/ sameining lögreglusamþykkta á Suðurnesjum

1511045

Fyrri umræða um drög að lögreglusamþykkt sveitarfélgasins, samhljóða hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum
Ný lögreglusamþykkt sveitarfélagsins, samhljóða hjá öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum er lögð fram til fyrri umræðu.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Vísað til síðari umræðu.

5.Grænuborg uppbygging.

1802057

Undirritaður samningur sveitarfélagsins og J 21 ehf. um uppbyggingu Grænuborgarhverfis, staðfesting bæjarstjórnar.
Undirritaður samningur aðila lagður fram til staðfestingar í bæjarstjórn. Samningurinn var undirritaður af hálfu bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir samninginn samhljóða með sjö atkvæðum.

Bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn fagnar þeim áfanga að Grænuborgarsvæðið sé komið í hendur aðila sem vilja hefja uppbyggingu á svæðinu. Bæjarstjórn vonast eftir góðu samstarfi við um uppbyggingu svæðisins.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku: ÁE, ÁL, JHH, IG.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?