Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

251. fundur 21. febrúar 2018 kl. 06:30 - 07:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja frá 8. janúar og 22. janúar 2018
Fundargerðirnar lagðar fram.

2.Til umsagnar 9. mál frá nefndasviði Alþingis

1802011

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsálytkunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 9. mál
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er þeirrar skoðunar að ekki sé tímabært að innleiða borgaralaun meðan ekki hefur verið fundin sómasamleg lausn á málefnum elli- og örorkulífeyrisþega.

3.Umsögn um drög að frv. til laga um lögheimili og aðsetur.

1801030

Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að frumvarpi til lögheimilislaga
Lagt fram.

4.Til umsagnar 50. mál frá nefndarsviði Alþingis.

1801069

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta, 50. mál.
Lagt fram.

5.Til umsagnar. - 42. mál frá nefndasviði Alþingis

1802038

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn), 42. mál
Lagt fram.

6.Til umsagnar. 34 mál frá nefndasviði Alþingis.

1802039

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis), 34. mál
Lagt fram.

7.35. mál til umsagnar, frá nefndasviði Alþingis

1802043

Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga á breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), 35. mál
Lagt fram.

8.Til umsagnar 52. mál frá nefndasviði Alþingis

1802041

Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál
Lagt fram.

9.Fundargerðir Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2017

1701041

Fundargerð 39. aðalfundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, ásamt samþykktum félagsins.
Fundargerðin, ásamt samþykktunum lagt fram.

10.Fundargerðir Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2018.

1801019

Fundargerðir 488. og 489. fundar stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja
Fundargerðirnar lagðar fram.

11.Áfangastaðaáætlun Reykjaness

1801027

Drög að áfangastaðaáætlun fyrir Reykjanes, til umsagnar og skoðunar.
Lagt fram. Bæjarráð vísar frekari umfjöllun um málið til úrvinnslu í Frístunda- og menningarnefnd.

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2017

1703044

Fundargerð 724. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2018.

1801016

Fundargerðir 727. og 728. funda stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Fundargerðirnar lagðar fram.

14.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2017

1702010

Fundargerð 855. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerðin lögð fram.

15.Verkefnaráð vegna Suðurnesjalínu 2

1710037

Fundargerðir Verkefnaráðs Landsnets v/ Suðurnesjalínu 2
Fundargerðin lögð fram.

16.Fundir Skólanefndar Fjölbrautarskóla Suðurnesja.

1802017

Fundargerð 344. fundar Skólanefndar Fjölbrautarskóla Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

17.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2018.

1802019

Fundargerð 62. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélgs Suðurnejsa
Fundargerðin lögð fram.

18.Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja 2018.

1801067

Fundargerð 266. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Fundargerðin lögð fram.

19.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2017

1701068

Fundargerð 136. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin lögð fram.

20.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2018.

1801009

Fundargerðir 135. og 136. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt fylgigögnum
Fundargerðin lögð fram.

21.Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs

1703051

Frágangur uppgjörs sveitarfélagsins við Brú, lífeyrissjóð. Bréf Reikningsskila- og upplýsinganefndar vegna sama máls.
Bæjarráð samþykkir að ganga frá uppgjöri til lífeyrissjóðsins í samræmi við leiðbeiningar sem fram koma í bréfi Reikningsskila- og upplýsinganefndar. Jafnframt samþykkt að skuldbindingin verði greidd með handbæru fé sveitarfélagsins.

22.Opinber innkaup.

1801023

Skýrsla Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins
Lagt fram.

23.Atvinnumálakönnun Reykjanesbæjar.

1801036

Reykjanesbær sendir til kynningar uppfærða atvinnumálakönnun á Suðurnesjum.
Lagt fram.

24.Úttekt á starfsemi Félagsþjónustu

1801028

Minnisblað bæjarstjóra Sandgerðisbæjar og Félagsmálastjóra um úttekt á starfsemi félagsþjónustunnar.
Lagt fram.

25.Slit DS

1710024

Fundargerð 3.fundar slitastjórnar DS
Fundargerðin lögð fram.

26.Verkefni um fullnýtingu lífræns úrgangs.

1801014

Erindi Landbúnaðarháskóla Íslands um fullnýtingu lífræns úrgangs.
Lagt fram.

27.Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

1711005

Tilnefning fulltrúa sveitarfélagsins í samráðsnefnd um stefnumótun vegna endurskoðunar á sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.
Erindið hefur þegar verið afgreitt.

28.CareOn heimaþjónustukerfi.

1711021

Innleiðing Care-On heimaþjónustukerfis á vegum Félagsþjónustunnar.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

29.Matskerfi heimaþjónustu

1711022

Samningur Félagsþjónustunnar og Landlæknisembættisins um matskerfi heimaþjónustu (RAI)
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

30.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Minnisblað Harðar Einarssonar f.h. landeigenda óskipts heiðarlands Vogajarða, ásamt áliti lögmanns sveitarfélagsins um minnisblaðið.
Lagt fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins áframhaldandi úrvinnslu málsins, í samræmi við tillögur sem fram koma í minnisblaði lögmannsins.

31.Ársskýrsla bláa hersins 2017.

1801020

Blái herinn sendir skýrslu sína um starfsemina 2017.
Lagt fram.

32.Samningar um samstarf sveitarfélaga.

1801053

Erindi Sveitarstjórna- og Samgönguráðuneytisins dags.25.1.2018, beiðni um upplýsingar um samstarfssamninga ásamt álti sveitarstjórnar á því hvort endurskoða þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um samstarf sveitarfélaga.
Vísað til úrvinnslu bæjarstjóra.

33.Áskorun til sveitastjórna um gjaldfrjálsan grunnskóla

1508011

Fyrirspurn Barnaheilla um áform sveitarfélagsins um að afnema kostnaðarþátttöku foreldra grunnskólabarna við innkaup á ritföngum.
Sveitarfélagið Vogar er eitt af örfáum sveitarfélögum í landinu sem hefur veitt nemendum grunnskólans gjaldfrjálsar máltíðir mörg undanfarin ár. Bæjarráð vísar erindinu um afnám kostnaðarþátttöku foreldra grunnskólabarna til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2019 - 2022.

34.Grænuborgarhverfi

0712001

Uppfærð drög að samkomulagi vegna Grænuborgarsvæðis, ásamt fylgigögnum.
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að undirrita samningsdrögin með fyrirvara um samþykkt bæjarstjórnar. Málið verði tekið til afgreiðslu og samþykktar á fundi bæjarstjórnar 28.02.2018.

35.Heiðargerði. Gatnagerð og lagnir. Endurgerð götu.

1801034

Niðurstöður opnunar útboða - endurnýjun Heiðargerðis
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Ellert Skúlason ehf.

36.Miðbæjarsvæði. Gatnagerð og lagnir. 2. áfangi.

1801035

Niðurstöður opnunar útboða - gatnagerð á miðbæjarsvæði
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur, Jón og Margeir ehf.

37.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

1802052

Kjörnefnd Lánasjóðs sveitarfélaga óskar eftir framboðum til setu í stjórn sjóðsins sem kjörin verður á aðalfundi þ. 23. mars n.k.
Lagt fram.

38.Tillaga um afskrift óinnheimtra krafna til ársins 2015.

1802037

Tillaga um afskrift innheimtukrafna
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um tillögu að afskriftum krafna, að fjárhæð kr. 2.025.539.

Bæjarráð samþykkir afskriftina.

39.Knattspyrnuvöllur. Umsókn um framkvæmdir Skúr og girðing.

1802018

Bæjarráð samþykkir erindið.

40.Umsögn um tillögu að nýju nafni

1802053

Beiðni um umsögn sveitarfélagsins vegna tillögu að nafni nýs sameinaðs sveitarfélags (Sandgerði og Garður)
Lagt fram.
Bæjarráð bendir á að með því að velja nafn á sveitarfélagið sem innifelur orðið "Suðurnes" kunna að koma upp flækjustig gagnvart þeim samtökum og sameiginlegu stofnunum sem eru í landshlutanum og kenna sig við Suðurnes.

Fundi slitið - kl. 07:45.

Getum við bætt efni síðunnar?