Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

130. fundur 18. janúar 2017 kl. 18:15 - 18:52 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Bergur Álfþórsson aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Guðbjörg Kristmundsdóttir aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og lagt til að taka á dagskrá eftirtalin mál:

3. mál: Laun kjörinna fulltrúa
4. mál: Kjör forseta og varaforseta bæjarstjórnar til eins árs.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 227

1701001F

Fundargerð 227. fundar bæjarráðs er lögð fram á 130. fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir fundargerðina, samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku um fundargerðina: IG, BBÁ, BS, IRH, JHH, BÖÓ, GK.
  • Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 227 Fundargerðir 120. og 121. funda Fjölskyldu- og velferðanefndar, ásamt fylgigögnum

    Afgreiðsla bæjarráðs:
    Fundargerðirnar lagðar fram.
    Bókun fundar Björn Sæbjörnsson leggur fram svohljóðandi spurningar vegna upplýsinga sem fram koma í fylgigögnum fundargerðar 121:
    Var starfsmatið gert fyrir eða eftir að nýtt stöðugildi komst í framkvæmd.
    Ef starfsmatið fór fram áður en hið nýja stöðugildi komst í gagnið, hefur álagið minnkað?
    Hvernig koma þessar niðurstöður út í samanburði við önnur sveitarfélög?
    Með hvaða hætti vill nefndin að brugðist verði við?

2.Beiðni um leyfi

1701042

Erindi Kristins Björgvinssonar bæjarfulltrúa, dags. 16.01.2017. Í erindinu óskar Kristinn eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi til loka kjörtímabilsins, vegna persónulegra aðstæðna hans.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir erindið og veitir bæjarfulltrúa Kristni Björgvinssyni leyfi frá störfum í bæjarstjórn til loka kjörtímabilsins.
Bæjarstjórn býður Sigríði Þorgrímsdóttur velkomna til starfa sem varabæjarfulltrúa í bæjarstjórn sveitarfélagsins.

Til máls tóku: IG, BS, BBÁ.

3.Laun kjörinna fulltrúa

1701047

Með útsendu fundarboði fylgdi tillaga um breytt launakjör kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins.
Samkvæmt tillögunni ákvarðar bæjarstjórn að laun kjörinna fulltrúa skuli verða sem hér segir frá og með 1.1.2017:

Forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs: Föst mánaðarlaun kr. 100.000 hvor.
Aðrir aðalmenn í bæjarstjórn: Föst mánaðarlaun kr. 75.000 hver.
Fyrstu varamenn hvers framboðs: Föst mánaðarlaun 30% af launum aðalmanns.
Brott falla greiðslur til framangreindra aðila vegna fundarsetu utan sveitarfélags. Að öðru leyti gilda fyrri reglur um nefndarlaun Sveitarfélagsins Voga.


Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna, samhljóða með sjö atkvæðum.

Til máls tóku: IG, BBÁ, BS.

4.Kjör forseta og varaforseta bæjarstjórnar

1701046

Á fundinum er lögð fram svohljóðandi tillaga um kjör forseta og varaforseta bæjarstjórnar til júní 2017:

Ingþór Guðmundsson af E-lista er tilnefndur sem forseti bæjarstjórnar.

Inga Rut Hlöðversdóttir af E-lista er tilnefnd sem 1. varaforseti bæjarstjórnar.

Björn Sæbjörnsson af D-lista er tilnefndur sem 2. varaforseti bæjarstjórnar.

Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn samþykkir tilnefningarnar, samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:52.

Getum við bætt efni síðunnar?