227. fundur
11. janúar 2017 kl. 06:30 - 07:25 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Bergur Álfþórssonformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Viðmiðunarfjárhæðir fjárhagsaðstoðar 2017
1701008
Ákvörðun viðmiðunarfjárhæða fjárhagsaðstoðar 2017
Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun 2017 - 2020 var samþykkt að breyta viðmiðunarfjárhæðum fjárhagsaðstoðar á þann hátt að mismunur milli Voga og hinna samstarfssveitarfélaganna yrði helmingaður. Á fundinum er lagt fram excelskjal með útfærslu á breytingunni.
8.Til umsagnar 6. mál frá nefndasviði Alþingis. Frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
1612009
Umsögn bæjarstjóra um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Frumvarpið hefur þegar verið afgreitt sem lög frá Alþingi.
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, 6. mál. Með fundarboði fylgir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið, sem og umsögn bæjarstjóra um það. Frumvarpið hefur þegar hlotið afgreiðslu sem lög frá Alþingi.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
9.Viðmið launakjara kjörinna fulltrúa við þingfararkaup
1701017
Í kjölfar úrskurðar Kjaradóms um hækkun þingfararkaups liggur fyrir að ákvarða nýja viðmiðun launa kjörinna fulltrúa við þingfararkaup
Minnisblað bæjarstjóra dags. 8.1.2017 vegna viðmiðuna nefndarlauna við þingfararkaup.
Afgreiðsla bæjarráðs: Farið yfir málið og það rætt. Afgreiðslu málsins er frestað.
10.Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.
1612003
Bréf Þroskahjálpar dags. 7.12.2016 um stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.
Erindi Þroskahjálpar dags. 7.12.2016, um stofnframlög húsnæðisfélaga og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
11.Fjárhagsáætlun 2017 - 2020
1606025
Fjárveiting til búnaðarkaupa í umhverfisdeild
Minnisblað bæjarstjóra dags. 8.1.2017, vegna búnaðarkaupa í Umhverfisdeild.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir fjárveitinguna, og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2017 - 2010 á næsta fundi bæjarráðs.
12.Fjölsmiðjan - tillaga
1701003
Tillaga félagsmálastjóra um stuðning við Fjölsmiðjuna.
Tillaga Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga um að sveitarfélagið Vogar verði styrktar- og samstarfsaðili Fjölsmiðjunnar á Reykjanesi, og að íbúar sveitarfélagsins á aldrinum 16 - 24 fái þannig aðgang að úrræðinu.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir tillöguna, og felur bæjarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2017 - 2010 á næsta fundi bæjarráðs.
13.Stefnumótun í málefnum aldraðra
1701002
Tillaga um skipan sameiginlegs vinnuhóps um stefnumótun um málefni aldraðra
Tillaga um skipan sameiginlegs vinnuhóps til stefnumótunar í þjónustu / málefnum aldrara á félagsþjónustusvæði Sandgerðis, Garðs og Voga, dags. 29.12.2016.
Verklagsreglur félagsþjónustu - til afgreiðslu bæjarráðs
Verklagsreglur fyrir sameiginlega félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga. Verklagsreglurnar taka til ýmissa þátta er varðar starfsemi félagsþjónustunnar, og er m.a. ætlað að skýra ábyrgð á málaflokknum.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð staðfestir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti.
15.Sérstakar húsnæðisbætur - reglur
1701018
Drög að reglum um sérstakar húsnæðisbætur
Drög að reglum félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga um sérstakan húsnæðisstuðning, ásamt drögum að umsóknareyðublaði. Reglurnar verða lagðar fram til staðfestingar á næsta fundi Fjölskyldu- og velferðarnefndar, en þær eru til komnar vegna breytinga á húsnæðislöggjöfinni sem tók gildi um áramótin.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
16.Tónlistarskóli Kjaramál.
1511031
Bréf stjórnar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum til sveitarstjórnarmanna
Erindi stjórnar Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dags. 31.12.2016, þar sem m.a. er vakin athygli á því að tónlistarkennarar hafa verið samningslausir í 14 mánuði.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
17.Fjárhagsstaða hafnarsjóða.
1612018
Minnisblað um fjárhagsstöðu verst settu hafnarsjóða landsins.
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 7.12.2016, um fjárhagsstöðu verst settu hafnarsjóða landsins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tekjuviðmið:
Einstaklingar: 136.836
Hjón / sambúðarfólk: 223.326
Samþykkt samhljóða.