Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga

184. fundur 31. ágúst 2021 kl. 18:00 - 18:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar
  • Áshildur Linnet aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson aðalmaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason aðalmaður
  • Inga Rut Hlöðversdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu embættismaður
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 12

2108001F

Fundargerð 12. fundar umhverfisnefndar er lögð fram á 184. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Lagt fram
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni, samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Bæjarstjórn óskar þeim sem fengu viðurkenningu til hamingju og þakkar framlag þeirra til fegrunar bæjarins.

Til máls tóku: IRH
  • Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 12 Nefndarmenn fóru á fundinum yfir tillögur og ábendingar sem bárust vegna umhverfisviðurkenninga. Farið var í vettvangsferð um sveitarfélagið. Samþykkt var að veita Hvammsdal 3 og Hvammsgötu 8 umhverfisviðurkenningar 2021. Einnig var ákveðið að hrósa eigendum Lyngdals 10 og Aragerðis 16 fyrir að halda eignum sínum vel við.

2.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 96

2108007F

Fundargerð 96. fundar frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 184. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Lagt fram
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu frístunda- og menningarnefndar á einstökum erindum í fundargerðinni, samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

  • Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 96 Rætt var um fyrirkomulag Fjölskyldudaga í ljósi samkomutakmarkana sem hafa verið hertar og mega nú 200 manns koma saman og kveðið er á um að nándarregla verði einn metri og kveðið á um grímuskyldu þar sem ekki er unnt að viðhafa slíka reglu.
    Álit nefndarinnar er að þessar reglur hamli verulega þeirri dagskrá sem lagt hefur verið upp með og ekki sé verjandi að halda stærri viðburði sem skipulagðir hafa verið svo sem hátíð í Aragerði, brekkusöng og tónleika á laugardagskvöldi. Nefndin leggur til að viðburðum verði fækkað og reynt að hafa einhverja minni viðburði sem krefjast ekki nándar og falla örugglega innan þessara reglna.

3.Alþingiskosningar-2021

2108012

Staðfesting bæjarstjórnar á kjörskrá vegna Alþingiskosninga 25. september 2021. Kjörskrárstofninn liggur frammi á fundinum.
Lagt fram
Kjörskrárstofn sveitarfélagsins frá Þjóðskrá Íslands vegna Alþingiskosninga lagður fram. Bæjarstjórn samþykkir að kjörskrárstofninn verði kjörskrá sveitarfélagsins við Alþingiskosningarnar sem fram fara laugardaginn 25. september 2021. Á kjörskrá eru alls 870 kjósendur. Kjörskráin skal auglýst og mun liggja frammi á bæjarskrifstofunum fram að kjördegi frá og með 1. september 2021. Bæjarstjórn veitir staðgengli bæjarstjóra og bæjarstjóra fullnaðarumboð til að fjalla um athugasemdir, gera viðeigandi leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 samkvæmt 27. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Getum við bætt efni síðunnar?