Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga

96. fundur 03. ágúst 2021 kl. 17:00 - 17:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Sindri Jens Freysson formaður
  • Anna Karen Gísladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bjarki Þór Wíum Sveinsson aðalmaður
  • Einar Ásgeir Kristjánsson aðalmaður
  • Inga Sigrún Baldursdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Daníel Arason Forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Fjölskyldudagar 2021

2104206

Umfjöllun um fyrirkomulag Fjölskyldudaga 2021
Lagt fram
Rætt var um fyrirkomulag Fjölskyldudaga í ljósi samkomutakmarkana sem hafa verið hertar og mega nú 200 manns koma saman og kveðið er á um að nándarregla verði einn metri og kveðið á um grímuskyldu þar sem ekki er unnt að viðhafa slíka reglu.
Álit nefndarinnar er að þessar reglur hamli verulega þeirri dagskrá sem lagt hefur verið upp með og ekki sé verjandi að halda stærri viðburði sem skipulagðir hafa verið svo sem hátíð í Aragerði, brekkusöng og tónleika á laugardagskvöldi. Nefndin leggur til að viðburðum verði fækkað og reynt að hafa einhverja minni viðburði sem krefjast ekki nándar og falla örugglega innan þessara reglna.

Fundi slitið - kl. 17:30.

Getum við bætt efni síðunnar?