Dagskrá
1.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
2010001F
Samþykkt
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Yfirlitið lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Erindinu er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2021 - 2024
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarskilmála.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Yfirferð á vinnuskjali fjárhagsáætlunar.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Minnisblaðið lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Yfirlitið lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Sveitarfélagið Vogar hyggst ráðast í virkjun nýs vatnsbóls sveitarfélagsins, sem leysir af hólmi núverandi vatnsból. Nýja vatnsbólið er í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins. Sveitarfélagið fól Verkfræðistofunni Verkís að vinna fyrirspurn þá um matsskyldu, sem nú er óskað umsagnar um. Það er mat bæjaryfirvalda að framkvæmdin sé þýðingarmikil fyrir framtíðarvatnsöflun fyrir íbúa og atvinnustarfsemi sveitarfélagsins. Eins og fram kemur í skýrslunni verður lögð áhersla á að rask verði sem minnst, og að framkvæmdin verði unnin með það að markmiði að umhverfisáhrif verði í lágmarki.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Vegna beiðni Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 29. september sl., um umsögn vegna beiðni Sveitarfélagsins Voga, dags. 24. september sl. um heimild til eignarnáms, vísast um forsögu og nauðsyn eignarnáms til bréfs Landslaga slf. frá 24. september sl. Sérstaklega er áréttuð beiðni um að málið hljóti skjóta afgreiðslu eins og kostur er.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Fundargerðin lögð fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Fundargerðirnar lagðar fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Fundargerðin lögð fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Fundargerðin lögð fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 314
Fundargerðin lögð fram.
2.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 315
2010005F
Samþykkt
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 315
Lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 315
Erindið lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 315
Yfirlitið lagt fram.
Fulltrúi D-listans leggur fram eftirarafndi bókun: D-listinn Óskar efitr að rannsökuð verði sú mikla framúrkeyrsla sem varð við lagningu ljósleiðara.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 315
Lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 315
Bæjarráð samþykkir reglurnar.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 315
Uppgjörið lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 315
Bæjarráð felur bæjarstjóra áframhaldandi úrvinnslu málsins, á grundvelli framlagðs minnisblaðs.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 315
Lagt fram.
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 315
Fundargerðin lögð fram.
3.Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 316
2010006F
Samþykkt
-
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 316
Bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 15.10.2020, um fresti vegna fjárhagsáætlana sveitarfélaga var lagt fram.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Með vísan til 3.málsl. 3.mgr. 62.gr. og 5. mgr. 35.gr. sveitarstjórnarlaga samþykkir bæjarráð að sækja um frest um að leggja fram fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020, og að lokinni umfjöllun bæjarstjórnar geti afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.
Samþykkt samhljóða.
4.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 18
2010003F
Samþykkt
-
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 18
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt tillögu að breytingu á deiliskipulagi skv. 3. mgr. 40. gr. sömu laga.
-
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 18
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Til umræðu er m.a. hvort rétt sé að breyta landnotkun svæðisins úr frístundabyggð í íbúðabyggð. Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði viðhorfskönnun meðal lóðareigenda á svæðinu til slíkra breytinga. Einnig þarf að greina hverjar skyldur sveitarfélagsins eru gagnvart lóðarhöfum komi til slíkrar breytingar, t.a.m. gagnvart fráveitu, vatnsveitu, gatnagerð o.s.frv.
-
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 18
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið fari í ferli samhliða nýju aðalskipulag.
-
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 18
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Nefndin tekur jákvætt í erindið en bendir jafnframt á að húsið er eitt af elstu húsum sveitarfélagsins, byggt árið 1927 og hefur húsið haldist nær óbreytt frá upphafi. Nefndin telur mikilvægt að hönnun hússins taki mið af því. Óskað er eftir fullunnum tekningum af fyrirhugðum breytingum svo hægt sé að samþykkja grenndarkynningu.
-
Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 18
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Lagt fram til kynningar.
5.Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 9
2010004F
Samþykkt
-
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 9
Afgreiðsla Umhverfisnefndar:Nefndin óskar eftir því að bæjarstjórn beiti sér fyri því að veita fjármunum til að bæta umhverfi og aðkomu bæjarskrifstofunar sem og annarra eigna sveitarfélagsins.
-
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 9
Afgreiðsla Umhverfisnefndar:Umhverfisnefnd skorar á bæjarstjórn að sjá til þess að verndun Vogatjarnar sem er á náttúruminjaskrá meðal annars vegna lífríkis tjarnarinnar og fuglalífs sé virt og takmarka meðferð flugelda í og við tjörnina.
-
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 9
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin óskar eftir því að fjármunum verði veitt til kaupa á jólaskreytingum fyrir miðbæjarsvæðið og endurnýjunnar á eldri skreytingum.
-
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 9
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin ítrekar fyrri bókun frá 5.fundi sem varðar þetta mál. Nefndin óskar eftir að verkefnið verði sett á verkáætlun fyrir árið 2021.
-
Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 9
Afgreiðsla Umhverfisnefndar: Nefndin ítrekar fyrri bókun frá 31. júli 2019 og óskar eftir að verkefnið fari á framkvæmdaáætlun 2021.
6.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90
2009007F
Samþykkt
-
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90
Frístunda- og menningarnefnd ákveður að efna til fundar með fulltrúum allra frjálsra félagasamtaka í sveitarfélaginu. Þessi fundur gæti svo orðið að árlegum viðburði. Á fundinum gætu félögin flutt stutta kynningu á starfi sínu fyrir nefndinni og þetta myndi eflaust verða til að efla tengsl milli aðila. Stefnt er á að þessi fundur gæti orðið fljótlega á næsta ári ef aðstæður leyfa.
Formanni nefndarinnar er falið að koma með nánari útfærslu á slíkum fundi á næsta fund og einnig að kynna hugmyndina fyrir félagasamtökunum.
-
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90
Kjör á íþróttamanni ársins verður haldið um miðjan janúar á næsta ári. Auglýst verður eftir tilnefningum eins og reglur kveða á um og skal umsóknarfrestur vera 1. desember.
-
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90
Málið rætt og nefndin ítrekar tillögur sínar frá seinasta fundi.
-
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90
Vegna Covid hefur starfsemi í Álfagerði verið með minnsta móti í vetur. Félagsstarf aldraðra hefur ekki farið fram í Álfagerði en sú starfsemi sem farið hefur fram í íþróttahúsinu hefur verið að mestu óbreytt.
Undanfarnar vikur hefur matsal í húsinu verið lokað fyrir utanaðkomandi gestum og verður áfram á meðan ekki er slakað á samkomutakmörkunum.
Frístunda- og menningarnefnd hvetur alla íbúa sveitarfélagsins til að huga að eldri borgurum í samfélaginu og passa upp á að þeir einangrist ekki.
-
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90
Framkvæmd Fjölskyldudaga 2020 kynnt og nefndin vonar að hægt verði að halda hátíðina með óbreyttu sniði á næsta ári.
-
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90
Nefndin samþykkr framlagða útgáfu Viðburðahandbókar sem 1. útgáfu en uppsetning verði löguð, og óskar eftir því að hafist verði handa við aðra útgáfu handbókarinnar þar sem meðal annars verði fjallað nánar um útfærslu á Fjölskyldudögum.
-
Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 90
Petra Ruth Rúnarsdóttir formaður UMFÞ fór yfir starfsemi vetrarins en hana má einnig skoða á vef félagsins. Í október stendur til að hefja körfuboltanámskeið sem er nýjung í starfinu.
Covid hefur haft víðtæk áhrif á starf félagsins og hoggið talsvert skarð í tekjur þess. Ýmissra leiða hefur þó verið leitað til að halda úti eins öflugu starfi og mögulegt er. Æfingagjöld hafa ekki verið hækkuð í vetur og systkinaafsláttur aukinn.
Frístunda- og menningarnefnd hvetur sveitarfélagið til að styðja við bakið á UMFÞ eins og kostur er.
Fundi slitið - kl. 18:40.
Forseti gefur orðið laust um fundargerðina.
1.2. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Leitað verði leiða til að gera aðstöðu Ungmennafélagsins Þróttar til íþróttaiðkunar betri á veturna. Ungmennafélagið Þróttur er stoð í íþrótta og tómstundarmálum sveitarfélagsins Voga og ljóst er að með stækkandi sveitarfélagi, þarf aðstaðan að stækka.
Gera þarf ráð fyrir því í framtíðaráætlunum sveitarfélagsins.
2.8. Bæjarfulltrúi L-listans óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað við þennan lið:
Ég vona að lausn verði fundin sem allra fyrst varðandi nýtt vatnsból sveitarfélagsins. Hreint og gott vatn er nauðsynleg lífsgæði og hagur allra að það verði tilbúið til notkunar sem fyrst.
Fundargerðin er samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum.
Til máls tóku: IG, JHH, BBÁ, ÁE.