Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

314. fundur 07. október 2020 kl. 06:30 - 07:35 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Sigurpáll Árnason 1. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði.

1.Atvinnuleysistölur 2020

2006024

Yfirlit Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi í september 2020
Lagt fram
Yfirlitið lagt fram.

2.Æfingaaðstaða knattspyrnuiðkunnar

2009033

Erindi Ungmennafélagsins Þróttar dags. 22.09.2020, um æfingaaðstöðu knattspyrnu.
Lagt fram
Erindinu er vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2021 - 2024

3.Umsókn um lóð Iðndalur 12

2009032

Ás - smíði byggingarfélag ehf. sækir um iðnaðarlóð í Iðndal 12.
Samþykkt
Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarskilmála.
Bæjarráð samþykkir umsóknina.

4.Fjárhagsáætlun 2021-2024

2007001

Umfjöllun bæjarráðs um Fjárhagsáætlun.
Lagt fram
Yfirferð á vinnuskjali fjárhagsáætlunar.

5.Framkvæmdir 2020

2004010

Minnisblað bæjarstjóra dags. 5.10.2020
Lagt fram
Minnisblaðið lagt fram.

6.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2020

2001034

Greining KPMG ásamt áætluðu sjóðsstreymi til áramóta
Lagt fram
Yfirlitið lagt fram.

7.Matsskýrsla nýs Vatnsból

2007022

Erindi Skipulagsstofnunar dags. 21. September 2020, beiðni um umsögn.
Lagt fram
Sveitarfélagið Vogar hyggst ráðast í virkjun nýs vatnsbóls sveitarfélagsins, sem leysir af hólmi núverandi vatnsból. Nýja vatnsbólið er í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins. Sveitarfélagið fól Verkfræðistofunni Verkís að vinna fyrirspurn þá um matsskyldu, sem nú er óskað umsagnar um. Það er mat bæjaryfirvalda að framkvæmdin sé þýðingarmikil fyrir framtíðarvatnsöflun fyrir íbúa og atvinnustarfsemi sveitarfélagsins. Eins og fram kemur í skýrslunni verður lögð áhersla á að rask verði sem minnst, og að framkvæmdin verði unnin með það að markmiði að umhverfisáhrif verði í lágmarki.

8.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

1506017

Erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 29. September 2020, beiðni um umsögn vegna eignarnáms
Lagt fram
Vegna beiðni Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 29. september sl., um umsögn vegna beiðni Sveitarfélagsins Voga, dags. 24. september sl. um heimild til eignarnáms, vísast um forsögu og nauðsyn eignarnáms til bréfs Landslaga slf. frá 24. september sl. Sérstaklega er áréttuð beiðni um að málið hljóti skjóta afgreiðslu eins og kostur er.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 61

2009008F

Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.
  • 9.1 2008021 Breiðuholt 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 61 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

10.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

2001035

Fundargerðir 887. og 888. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Fundargerðirnar lagðar fram.

11.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2020

2003003

Fundargerð 426. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir HES 2020

2002001

Fundargerð 284. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2020

2002039

Fundargerðin 758., 759. og 760. funda stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:35.

Getum við bætt efni síðunnar?