Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

299. fundur 04. mars 2020 kl. 06:30 - 07:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Sigurpáll Árnason 1. varamaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Einar Kristjánsson ritari
Fundargerð ritaði: Einar Kristjánsson bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að taka á dagskrá sem 2. mál: 1612019 - Rafrænt útboðskerfi og sem 7. mál: 2003002 - Skipun í vinnuhóp.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

1.Tilkynning um verkfallsboðun

2002050

Tilkynning STFS um niðurstöður atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun, ásamt erindi frá viðkomandi starfsmannafélögum.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram og verkfallsáhrif rædd.

2.Rafrænt útboðskerfi

1612019

Nú liggja niðurstöður á mati tilboða fyrir á raforku í okkar hluta í útboði Ríkiskaupa. Boðin einingaverð eru trúnaðarmál og mega ekki birtast opinberlega (s.s. í fundargerðum). Hinsvegar er heildartilboðsverð ekki trúnaðarmál og því má birta það ef nauðsyn krefur.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs: Sveitarfélaginu Vogum hefur borist tillaga að vali á bjóðanda í örútboði nr. 21075 RS raforka sveitafélög
Sveitarfélagið Vogar hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfinu. Tilkynnt verður um töku tilboðs þegar biðtíma er lokið, ef engin kæra berst til kærunefndar útboðsmála. Við töku tilboða er komið á samningssamband milli kaupanda og seljanda.

3.Eftirlit og framkvæmd fjárfestinga 2019

1903045

Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 10.02.2020
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarstjóra falið að skila umbeðnu yfirliti til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga innan tilskilins tímaramma.

4.Tjón vegna óveðurs

2002051

Fyrirspurn Ingu Rutar Hlöðversdóttur um bótaskyldu sveitarfélagsins vegan tjóns sem varð í óveðri 14.2.2020
Lagt fram
Bæjarráð óskar þess að fá skriflegt álit frá tryggingarfélagi sveitarfélagsins vegna þessa máls um hvort sveitarfélagið sé bótaskylt eður ei.

5.Barnvænt Sveitarfélag

1903026

Erindi Félagsmálaráðuneytis og UNICEF um Barnvæn Sveitarfélög og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, ásamt minnisblaði íþrótta- og tómstundafulltrúa um málið.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð tekur undir minnisblað Íþrótta- og tómstundafulltrúa sveitarfélagsins og samþykkir að Íþrótta- og tómstundafulltrúi sækist eftir því að skrá sveitarfélagið sem þátttakanda í verkefninu Barnvæn Sveitarfélög.

6.Framkvæmdir 2019

1902059

Staða framkvæmda 2.3.2020
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.

7.Skipun í vinnuhóp

2003002

Almannavarnir Suðurnesja utan Grindavíkur óska eftir því að Sveitarfélagið Vogar skipi fulltrúa í vinnuhóp sbr. fylgiskjali.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir að tilnefna Vigni Friðbjörnsson, forstöðumann eignasviðs, í vinnuhópinn fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.

8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2020.

2001044

Alþingi sendir sveitarstjórn eftirtalin mál til umsagnar:
Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun (191. mál)
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum (323. mál)
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram

9.Bráðabirgðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland

2002041

Umhverfisstofnun vekur athygli á bráðabirgðayfirliti fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram

10.Reglugerð um héraðsskjalasöfn

2002042

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 32/2020, reglugerð um héraðsskjalasöfn
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram

11.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2020

2002039

Fundargerð 753. fundar stjórnar SSS
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram

12.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarráðs 2020

2002040

Fundargerð 18. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram

13.Fundir Brunavarna Suðurnesja 2020

2002036

Fundargerðir 45. og 46. funda stjórnar BS
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundarerðirnar lagðar fram

14.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja 2019

1907022

Fundargerð Almannavarna frá 12.02.2020
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram

15.Fundir Reykjanes fólkvangs 2020

2002049

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 12.02.2020
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Fundargerðin lögð fram

Fundi slitið - kl. 07:45.

Getum við bætt efni síðunnar?