248. fundur
06. desember 2017 kl. 17:00 - 17:55 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Bergur Álfþórssonformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Skýrsla bæjarstjóra
1603003
Fundardagbækur bæjarstjóra, vikur 46,47, 48
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
2.Aðgengi okkar allra.
1711035
Úttekt Sjálfsbjargar á aðgengi í íþróttamiðstöð
Erindi Sjálfsbjargar dags. 29.11.2017, ásamt greinargerð um aðgengi að sundlaug sveitarfélagsins. Málið er til umfjöllunar og úrvinnslu hjá forstöðumanni íþróttamannvirkja.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
3.Vernd og endurheimt votlendis
1712003
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og auðlindaráðherra, um vernd og endurheimt votlendis
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
4.Úthlutun lóða á miðbæjarsvæði
1601046
Umsókn um lóðina Lyngholt 4
Lögð fram umsókn Eignarhaldsfélagsins Norma, kt. 670774-0119, um lóðina Lyngholt 4 (einbýlishúsalóð).
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð staðfestir úthlutun lóðarinnar, að uppfylltum skilyrðum um fjármögnun.
5.Svæðisskipulag - Höfðurborgarsvæðið 2040
1412029
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir umsögn um tillögu að breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
6.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017
1707005
Viðaukar til samþykktar
Lagðir fram viðaukar nr. 1 og 2 við fjárhagsáætlun 2017. Í viðaukunum er tillaga um með hvaða hætti útgjöldunum skuli mætt, og að einungis sé um tilfærslur milli liða að ræða.
Erindi framvæmdastjóra Kölku um formlega afstöðu sveitarfélgsins til hugmyndar um sameiningu Kölku og Sorpu.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga er fylgjandi því fyrir sitt leyti að áfram verði unnið að hugmyndum um sameiningu Kölku og Sorpu, á grundvelli þeirra forsendna sem fram hafa komið í viðræðum aðila. Sveitarfélagið Vogar telur mikilvægt að ef að sameiningu Kölku og Sorpu verður, verði Kalka fyrst leyst upp þannig að hvert og eitt aðildarsveitarfélaga Kölku eigi sinn eignarhlut í Sorpu, rétt eins og er raunin er með núverandi aðildarsveitarfélög Sorpu.
8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37
1710005F
Fundargerð 37. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 248. fundi bæjarráðs
8.11710023Heiðarholt 3. Umsókn um stöðuleyfi
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37Afgreiðsla: Stöðuleyfi er samþykkt til 01.03.2018.
8.21710032Ytri Ásláksstaðir, umsókn um niðurrif brunarústa.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37Afgreiðsla: Niðurrif er samþykkt. Áskilið er að byggingarefni verði fjarlægt og komið á viðurkenndan móttökustað til förgunar eftir því sem við á.
8.31710031Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteingaskrá.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 37Afgreiðsla: Stofnun lóðar er samþykkt, samræmist aðal- og deiliskipulagi.
9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 38
1711007F
Fundargerð 38. afgreiðslufundar byggingafulltrúa er lögð fram á 248. fundi bæjarráðs
9.11711032Stapavegur 1. Umsókn um byggingarleyfi, fóðursíló og köfnunarefnistankur.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 38Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar.
9.21703017Stapavegur 1, umsókn um byggingarleyfi, nýbygging, fiskeldi.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 38Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Lagt fram.