Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

229. fundur 15. febrúar 2017 kl. 06:30 - 06:59 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri ritari
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

1702021

Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 10.02.2017, auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

2.Umglingalandsmót UMFÍ 2020

1702020

Erindi Ungmennafélags Íslands dags. 7.2.2017, auglýsing þar sem óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 23. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður árið 2020 og 9. Landsmóts UMFÍ 50 sem haldið verður árið 2019.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

3.Samningur um afritun verndaðra verka.

1702019

Erindi Fjölíss dags. 1.2.2017 ásamt samningi um afritun verndaðra verka.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

4.Stefnumótun í málefnum aldraðra

1701002

Erindi Sandgerðisbæjar dags. 8.2.2017, upplýsingar um tilnefningar Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs í sameiginlegan vinnuhóp við stefnumótun í málefnum eldri borgara.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.

5.Hjólabrettavöllur

1701051

Undirskriftalisti barna og unglinga, móttekinn 19.01.2017, beiðni um að byggður verði hjólabrettavöllur í bænum.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar undirskriftalistann og frumkvæði þeirra sem að honum stóðu. Bæjarráð samþykkir að málið verði tekið til skoðunar, og kannað verði með kostnað og staðsetningu.

6.Fyrirspurnir um ljósleiðaravæðingu.

1701075

Erindi tveggja íbúa á Vatnsleysuströnd, fyrirspurn um lagningu ljósleiðara á svæðinu.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindin lögð fram. Bæjarstjóra er falið að svara fyrirspurnunum með vísan til fyrirliggjandi upplýsinga um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli.

7.Til umsagnar 128. mál frá nefndasviði Alþingis

1702022

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmglutninga, 128. mál.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

8.Fundargerðir Fjölskyldu-og velferðarnefndar 2017

1701068

Fundargerð 122. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar, ásamt yfirliti um bótaliði sveitarfélaganna á Suðurnesjum.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin og yfirlitið lögð fram.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2016

1603005

Fundargerð 845. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

10.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2017

1702010

Fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir Hafnarsambands Íslands 2017

1702009

Fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 2017

1701041

Fundargerðir 476. og 477. funda stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2016

1602060

Fundargerð 7. og 8. funda Svæðisskipulags Suðurnesja, ásamt bréfi til Skipulagsstofnunar.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar ásamt bréfinu lagðar fram.

14.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. 2017

1701055

Fundargerð 54. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

15.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2017

1701087

Fundargerð 33. fundar stjórnar Reykjanes jarðvangs.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

16.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja.

1604006

Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja frá 16. janúar og 6. febrúar 2017.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 06:59.

Getum við bætt efni síðunnar?