Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

202. fundur 14. desember 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Störf almannavarnanefnda

1512004

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð leiðbeininga um störf almannavarnarnefnda
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga das. 26.11.2015, um gerð leiðbeininga um störf almannavarnanefnda. Erindið hefur einnig verið lagt fram í almannavarnanefnd.

2.1001 dagur - ákall til stjórnmálamanna.

1512030

Tölvupóstur vinnuhópsins "1001", ákall til stjórnmálamanna
Lagt fram erindi vinnuhópsins "1001" - ákall til stjórnmálamanna.

3.Beiðni um styrk.

1512031

Erindi Foreldrafélags Stóru-Vogaskóla, beiðni um fjárstyrk.
Erindi stjórnar Foreldrafélags Stóru-Vogaskóla, beiðni um fjárstyrk kr. 50.000
Bæjarráð samþykkir erindið, færist á lið 0589-9991.

4.Erindi frá Ungmennafélaginu Þrótti

1512055

Erindi UMÞF vegna íþróttamiðstöðvar
Erindi Ungmennafélagsins Þróttar dags. 10.12.2015, beiðni um að fá að selja nafn íþróttamiðstöðvar til tekjuöflunar.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samstarfssamning fyrir sitt leyti.

5.Fluglestin

1506014

Tölvupóstur Runólfs Ágústssonar v/ fluglestar, ásamt drögum að samstarfssamningi um þróun hraðlestar
Erindi Runólfs Ágústssonar f.h. félags um þróun hraðlestar, dags. 10.12.2015, ásamt drögum að samstarfssamningi um þróun hraðlestar.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

6.Viðaukar við fjárhagsáætlun, 2016

1511013

Viðauki vegna afturvirkra launahækkana árið 2015, í tengslum við nýgerða kjarasamninga.
Lagður fram viðauki nr. 7_2015. Í viðaukanum er gert ráð fyrir ráðstöfunum vegna afturvirkra launahækkana sem nýgerðir kjarasamningar hafa í för með sér, að fjárhæð 8 m.kr.
Bæjarráð samþykkir viðaukann.

7.Fjárhagsáætlun 2016 - 2019

1503022

Lokadrög áætlunar 2016, uppreiknuð m.v. nýgerða kjarasamninga og endurmat á tekjuáætlun.
Lögð fram lokadrög að áætlun 2016 - 2019, uppreiknuð m.v. nýgerða kjarasamninga og endurskoðuðum tekjuforsendum. Bæjarráð samþykkir drögin og vísar málinu til síðari umræðu í bæjarstjórn.

8.Fundargerðir Heklunnar 2015

1502066

Fundargerð 47. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 47. fundar stjórnar Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

9.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 2015

1503019

Fundargerð 253. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 253. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

1502020

Fundargerð 823. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lögð fram fundargerð 823. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

11.Fundir Reykjanes jarðvangs 2015

1501021

Fundargerð 22. fundar stjórnar Reykjanes Geopark
Lögð fram fundargerð 22. fundar stjórnar Reykjanes Geopark

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?