Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

356. fundur 27. júlí 2022 kl. 17:30 - 19:11 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu.
Dagskrá

1.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2022

2206037

Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. var haldinn miðvikudaginn 29. júní síðastliðinn. Lagður er fram ársreikningur 2021 og samþykktir LB.
Samþykkt
Ársreikningarnir og samþykktirnar lagðar fram.

2.Persónuvernd ársskýrsla 2021

2206043

Ársskýrsla Persónuverndar 2021. Í ársskýrslunni má meðal annars finna tölfræðilegar upplýsingar og ýmsan fróðleik um hlutverk og starfsemi Persónuverndar
Lagt fram
Ársskýrslan lögð fram.

3.Reglur um stuðning við hafnarsjóði til að mæta kostnaði við rekstur fordæmisgefandi dómsmála

2206051

Reglur Hafnasambands Íslands um stuðning við hafnarsjóði til að mæta kostnaði við rekstur fordæmisgefandi dómsmála lagðar fram.
Lagt fram
Lagt fram.

4.150 ára afmæli skólahalds í Sveitarfélaginu Vogum árið 2022

2111031

Bæjarráði kynnt staðan á afmælishátíð skólahalds í sveitarfélaginu en afmælisins verður meðal annars minnst laugardaginn 10. september næstkomandi.
Lagt fram
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar framtakinu og leggur áherslu á mikilvægi þess að vel verði staðið að því að minnast þessara merku tímamóta í sögu sveitarfélagsins.

5.Hafnasambandsþing 27.-28. október 2022

2206041

Boðun á hafnasambandsþing sem haldið verður á Ólafsvík 27.-28. október nk.
Lagt fram
Erindið lagt fram.

6.Ósk um breytingu á áætlun Vogastrætó - sumar 2022

2206044

Ósk frá foreldrum barna sem sækja íþróttaæfingar í Njarðvík um breytingu á áætlun Vogastrætó, leið 87.
Hafnað
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu en til stendur að endurskoða áætlun Vogastrætó.

7.Ósk um endurskoðun á ákvörðun um styttingu dvalartíma leikskóla

2206047

Henríetta Ósk Melsen óskar eftir því að bæjarstjórn snúi við ákvörðun sinni um styttingu dvalartíma barna á leikskóla, eða undnþágu til að hún geti nýtt allan dvalartíma sem leikskólinn er opinn.
Hafnað
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

Fulltrúi L-listans bókar: Við undrumst að bæjarráð vilji ekki koma til móts við barnafjölskyldur sem þurfa að stunda vinnu utan Voga á meðan ekki er mikla atvinnu að hafa í Vogunum.

8.Sportskóli - Ungmennafélagið Þróttur og Sveitarfélagið Vogar

2207003

Lagt fram erindi Ungmennafélagsins Þróttar og íþrótta- og tómstundafulltrúa varðandi stofnun Sportskóla haustið 2022.
Lagt fram
Bæjarráð vísar málinu til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2023 - 2027, sem og til frekari umfjöllunar í Frístunda- og menningarnefnd.

9.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022

2203027

Viðauki nr. 4 við Fjárhagsáætlun lagður fram. Viðaukinn er gerður í samræmi við breytingu á 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015 þar sem kveðið er á að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil þes miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, óháð stærð eignarhluta.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka.

10.Heilsutengdar forvarnir - Fjölþætt heilsuefling 65 í sveitarfélögum

2207017

Erindi Janusar heilsueflingar dags. 14. júní 2022, boð um samstarf
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir að fá kynningu á verkefninu.

11.Framkvæmdir 2022

2202014

Yfirlit um stöðu framkvæmda ársins.
Lagt fram
Yfirlitið lagt fram. Jafnframt eru lögð fram útboðsgögn vegna framkvæmda við fráveitu. Bæjarráð samþykkir útboðsgögnin og að útboðið verði auglýst.

12.Garðhús - Kauptilboð

2207020

Kauptilboð Gunnars Helgasonar fyrir hönd Hörguls ehf. í eignina Garðhús.
Hafnað
Garðhús eru ekki til sölu, og því getur bæjarráð ekki orðið við erindinu.

13.Garðhús - Tilboð í niðurrif

2207019

Borist hafa tvö tilboð í verkið að rífa og fjarlægja eignina Garðhús. Annars vegar frá Gunnari Helgasyni fyrir hönd Hörguls ehf. og hins vegar frá WN ehf.
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, WN ehf., að fjárhæð 1.830.000. Innifalið í tilboðsverðinu er hreinsun á lausu rusli inni í húsinu.

14.Stefna 2022-2027 um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi

2207021

Minjastofnun óskar eftir áliti sveitarfélagsins á drögum að stefnu um verndun og rannsóknir á fornelifum og byggingararfi.
Lagt fram
Erindið lagt fram. Bæjarráð óskar eftir fresti til að skila inn umsögn og vísar málinu til umfjöllunar og umsagnar í Umhverfisnefnd.

15.Tillögur að betri Vogastrætó

2206038

Nokkrar tillögur að aðgerðum til að bæta Vogastrætó.
Lagt fram
Bæjarráð þakkar ábendingarnar sem eru lagðar fram. Bæjarráð felur Umhverfisdeild að óska eftir því við Strætó bs. að komið verði upp tímatöflu við Gamla Pósthúsið, ásamt upplýsingaskilti um biðstöð. Bæjarráð samþykkir að vísa til fjárhagsáætlunar beiðni um að komið verði upp biðskýli við Gamla Pósthúsið, ásamt því að leitað verði samstarfs við eigendur veitingarstaðarins um staðsetningu biðskýlisins. Þá felur bæjarráð Umhverfisdeild að koma óskum og ábendingum og fjölgun ferða til Vegagerðarinnar, sem annast umsjón með skipulagningu almenningssamgangna í dreifbýli.

16.Endurskoðun stefnumótunar í málefnum sveitarfélaga, landsskipulagsstefnu,og húsnæðisstefnu

2206039

Innviðaráðuneytið hefur ýtt úr vör vinnu við endurskoðun stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt því að móta nýja húsnæðisstefnu. Frestur til að fylla út eyðublaðið hefur verið lengdur til 31.07.2022
Lagt fram
Vísað til afgreiðslu hjá sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs.

17.Bréf EFS til sveitarstjórnar v. ársreiknings 2021

2203038

Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga til sveitarstjórnar vegna ársreiknings 2021
Lagt fram
Erindið lagt fram. Bæjarráð er meðvitað um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins, og að sveitarfélagið uppfylli ekki sem stendur lágmarksviðmið eftirlitsnefndar. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2022-2026 er gert ráð fyrir að lágmarksviðmiðum sveitarstjórnarlaga verði náð fyrir lok fjárhagsáætlunartímabilsins.

18.Ársfundur náttúruverndarnefnda

2206052

Ársfundur náttúruverndarnefnda verður haldinn í Grindavík þann 10. nóvember næstkomandi og eru sveitarfélög hvött til að senda fulltrúa á fundinn.
Lagt fram
Erindið lagt fram. Bæjarráð vísar erindinu til Umhverfisnefndar, og óskar eftir að nefndin tilnefni fulltrúa sveitarfélagsins til setu á ársfundinum.

19.Viðbrögð sveitarfélaga við upplýsingaöflun nefndar við undirbúning rannsóknar á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks

2207008

Fyrirspurn frá Innviðaráðuneyti um ástæðu þess að sveitarfélagið brást ekki við beiðni nefndar við undirbúning rannsóknar á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks. Beiðnin snerist að upplýsingaöflun um þá starfsemi sem heyrði undir viðkomandi sveitarfélag.
Lagt fram
Erindið lagt fram. Ástæða þess að ekki bárust svör frá sveitarfélaginu er sú, að beiðni um upplýsingar bárust ekki til sveitarfélagsins. Sveitarfélagið starfrækir ekki eigin félagsþjónustu, en hún er í samstarfi við Suðurnesjabæ. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að upplýsingabeiðnin hafði verið send á Sandgerðisbæ, þrátt fyrir að það sveitarfélag hafi verið lagt niður árið 2018 og sameinast Sveitarfélaginu Garði og úr varð Suðurnesjabær. Ekki er annað vitað en að síðar hafi verið bætt úr þessu og upplýsingabeiðnin hafi verið send á Félagsþjónustu Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga, og að Félagsþjónustan hafi veitt umbeðnar upplýsingar.

20.Tilnefning í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja

2207009

Frestað
Afgreiðslu málsins er frestað til næsta fundar bæjarráðs.

21.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 39

2207001F

Fundargerð 39. fundar skipulagsnefndar er lögð fram á 356. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 39 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin kynnti sér aðstæður en farin var vettvangsferð frá Bakka að Stóru Vatnsleysu.

22.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40

2207002F

Fundargerð 40. fundar skipulagsnefndar er lögð fram á 356. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
Birgir Örn Ólafsson víkur af fundi undir afgreiðslu þessa máls, og Eva Björk Jónsdóttir tekur sæti hans. Björn Sæbjörnsson, varaformaður, tekur við stjórn fundarins.
Andri Rúnar Sigurðsson tekur ekki afstöðu til máls 22.4.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum fundargerðarinnar.

Fulltrúi L-listans bókar við lið 22.7: Fulltrúa L-lista finnst grátlegt að rífa eigi húsið þar sem saga þess er merkileg og Vogar byggðust upp í kringum þetta húsnæði að miklu leyti.

Birgir Örn Ólafsson tekur sæti að nýju á fundinum og tekur aftur við stjórn fundarins.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir landeldi á svæðinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fyrir nefndin drög að breytingu á aðalskipulagi á svæðinu og í framhaldi drög að lóðaruppdráttum skv. því.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir erindið en bendir eiganda á að framkvæmdir verði unnið í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu og bendir eiganda á að hús verði að vera innan nýtingarhlutfalls vegna nálægðar við íbúðabyggð.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Andri Rúnar vék af fundi undir þessum lið. Nefndin samþykkir erindið skv. 3. mgr. 43. gr skipulagslaga þar sem um óverulega breytingu er að ræða sem skerðir í engu hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni eða skuggavarp.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla Skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að samþykkja breytingu á aðal- og deiliskipulagskipulagi skv. 32. og 42. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að svara athugasemdum.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin er alfarið á móti því að skipulagsvaldið sé fært frá sveitarfélaginu með setningu sérlaga sem víkja frá meginreglum skipulagslaga. Sveitarfélagið hefur ítrekað þetta í greinargerðum sínum vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 40 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til að húsið verði rifið enda líftíma þess lokið skv. ástandskýrslu. Húsið verði girt af vegna hættuástands sem fram kemur í skýrslu Verkís. Lagt er til að sveitarfélagið fari í skipulagsbreytingar á lóðinni þar sem verði íbúðabyggð, verslun og þjónusta. Einnig er lagt til að fá aðila til að leggja til hönnun á lóðinni þar sem tekið verður tillit til sögu svæðisins.

23.Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100

2207003F

Fundargerð 100. fundar frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 356. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Frístunda- og menningarnefndar.
  • 23.1 2203005 Fjölskyldudagar 2022
    Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 100 Farið var yfir dagskrá Fjölskyldudaga í Vogum sem er nú verið að leggja lokahönd á.

24.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022

2202004

Fundargerð 444. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

25.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201016

Fundargerðir 910. og 911. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.

26.Fundargerðir stjórnar Kölku-2022

2201031

Fundargerð 536. stjórnarfundar Kölku.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:11.

Getum við bætt efni síðunnar?