Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga

40. fundur 19. júlí 2022 kl. 17:30 - 19:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Guðrún Sigurðardóttir varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson aðalmaður
  • Friðrik V. Árnason aðalmaður
  • Guðmundur Kristinn Sveinsson aðalmaður
  • Gísli Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Davíð Viðarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Davíð Viðarsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Landeldismál í Sveitarfélaginu Vogum

2203042

Farið yfir landeldismál í sveitarfélaginu. Lögð er fyrir nefndin verkáætlun um frummat Vatnaskila um grunnvatnauðlindina við Keilisnes með hliðsjón af mögulegri vatnsöflun til landeldis.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir landeldi á svæðinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja fyrir nefndin drög að breytingu á aðalskipulagi á svæðinu og í framhaldi drög að lóðaruppdráttum skv. því.

2.Fyrirspurn um byggingarmál

2207011

Sindri Jens sækir um að gera nýja innkeyrslu frá Hafnargötu að lóð.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir erindið en bendir eiganda á að framkvæmdir verði unnið í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa.

3.Fyrirspurn vegna skipulags- og byggingarmála

2206025

Hannibal sendir inn teikningar vegna Iðndals 23. Meðfylgjandi teikningar fara yfir nýtingarhlutfall lóðarinnar en húsin eru að öðru leiti innan skipulagsskilmála. Sótt erum aukið nýtingarhlutfall á lóðinni.
Hafnað
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin hafnar erindinu og bendir eiganda á að hús verði að vera innan nýtingarhlutfalls vegna nálægðar við íbúðabyggð.

4.Fyrirspurn um byggingarmál

2206042

Sigurður Valtýsson sækir um að staðsetja hús að litlu leiti fyrir utan byggingarreit og bendir í því sambandi á 43. gr skipulagsslag.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Andri Rúnar vék af fundi undir þessum lið. Nefndin samþykkir erindið skv. 3. mgr. 43. gr skipulagslaga þar sem um óverulega breytingu er að ræða sem skerðir í engu hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni eða skuggavarp.

5.Grænaborg - breyting á aðal- og deiliskipulagi

2005039

Tekið fyrir að nýju, að loknu auglýsingaferli. Breytingin felst í því að íbúðum á íbúðarsvæði ÍB-3-1 fjölgar um 400 og verður hverfið fullbyggt eftir breytingu með um 850-900 íbúðum, eða um 35-37 íbúðir á hvern hektara. Tillaga að deiliskipulagi var auglýst samhliða. Svarbréf vegna athugasemda einnig lögð fram.
Samþykkt
Afgreiðsla Skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að samþykkja breytingu á aðal- og deiliskipulagskipulagi skv. 32. og 42. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur byggingarfulltrúa og lögmanni sveitarfélagsins að svara athugasemdum.

6.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022

2201029

Frá nefndasviði Alþingis: 573. mál frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða). Bæjarráð felur Skipulagsnefnd sveitafélagins að taka málið til efnislegrar umfjöllunar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin er alfarið á móti því að skipulagsvaldið sé fært frá sveitarfélaginu með setningu sérlaga sem víkja frá meginreglum skipulagslaga. Sveitarfélagið hefur ítrekað þetta í greinargerðum sínum vegna framkvæmdaleyfis Suðurnesjalínu 2.

7.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

Bæjarráð vísar málinu að nýju til Skipulagsnefndar, með beiðni um að nefndin geri tillögu að næstu skrefum í málinu, m.a. með vísan til ástandsskýrslunnar.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til að húsið verði rifið enda líftíma þess lokið skv. ástandskýrslu. Húsið verði girt af vegna hættuástands sem fram kemur í skýrslu Verkís. Lagt er til að sveitarfélagið fari í skipulagsbreytingar á lóðinni þar sem verði íbúðabyggð, verslun og þjónusta. Einnig er lagt til að fá aðila til að leggja til hönnun á lóðinni þar sem tekið verður tillit til sögu svæðisins.

Fundi slitið - kl. 19:20.

Getum við bætt efni síðunnar?