Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

337. fundur 08. september 2021 kl. 06:30 - 07:51 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Grænn iðngarður á Suðurnesjum-Fýsileikaskýrsla

2108022

Lögð fram skýrsla sem ReSource International gerði fyrir Samband Sveitarfélaga á Suðurnesjum um grænan iðngarð. Skýrslan er afrakstur samstarfsverkefnis sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Isavia og Kadeco um innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna, sem gengur undir nafninu "Suðunesjavettvangur".
Lagt fram
Lagt fram.

2.Innleiðing laga um samþætta þjónustu þágu barna

2109003

Lagt fram kynningarbréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarfélög eru hvött til að hefja undirbúning að innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.
Lagt fram
Lagt fram.

3.Heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnalaga

2108002

Þann 13. júní samþykkti Alþingi lög um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 96/2001 sem m.a. víkka heiildir sveitarfélaga til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt með rafrænum hætti í fundum sveitarstjórnar og nefnda og ráða á vegum þeirra.
Þessar breytingar kalla jafnframt á uppfærslu á leiðbeiningum um ritun fundargerða nr. 22/2013 og notkun fjarfundarbúnaðar nr. 1140/2013.
Lagt fram
Lagt fram.

4.Fjárhagsstaða hafna-Úttekt

2109008

Skýrsla um úttekt og greiningu á fjárhagsstöðu íslenskra hafna 2020.
Lagt fram
Lagt fram.

5.Gámar - stöðuleyfi. Fyrirspurn.

2106017

Fyrirspurn frá Birni Sæbjörnssyni varðandi fjölda gáma í sveitarfélaginu, hversu margir séu í óleyfi og hvað stöðugjöld séu greidd af mörgum gámum.
Lagt fram
Samkvæmt upplýsingum frá sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs eru þrjú stöðuleyfi í gildi í sveitarfélaginu. Eitt er fyrir átta gámum við vinnubúðir Já-verks á Grænuborgarsvæðinu sem veitt var nýlega. Hin eru fyrir sitthvorn gáminn við Iðndal. Gróflega áætlað eru um 50-60 gámar í sveitarfélaginu.

6.Frístund - dvalartími

2108060

Stjórnendur Stóru-Vogaskóla óska eftir að starfsemi í Frístund verði skoðuð m.t.t. ýmissa þátta, t.a.m. dvalartíma og fjölda barna.
Lagt fram
Bæjarráð felst á að stytta opnunartíma Frístundar og verði hún opin til kl. 16 alla virka daga og felur skólastjóra Stóru-Vogaskóla að útfæra breytinguna. Stytting taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2022.

7.Lóðin Kirkjuholt

2104015

Kaupsamningur og afsal milli Kálfatjarnarsóknar og Sveitarfélagsins Voga um kaup á lóðinni Kirkjuholt lagt fram, undirritað af fulltrúum sóknarinnar.
Lagt fram
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og felur staðgengli bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarráð fagnar því að lóðin sé nú komin í eigu sveitarfélagsins og bindur vonir við að hægt verði að úthluta byggingarlóðum þar sem fyrst.

8.Framkvæmdir 2021

2104116

Staða framkvæmda 06.09.2021
Lagt fram
Lagt fram.

9.Ráðningarheimildir sveitarfélagsins 2021

2108011

Íþrótta- og tómstundafulltrúi óskar eftir auknu stöðuhlutfalli í félagsmiðstöð vegna styttingar vinnuvikunnar.
Frestað
Afgreiðslu málsins frestað. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um aðrar mögulegar útfærslur á vinnufyrirkomulagi í félagsmiðstöð.

10.Leiga á tjaldsvæði - beiðni um ívílnun

2107009

Við sjóinn ehf. óskar eftir niðurfellingu á leigugreiðslum fyrir tjaldsvæði vegna tekjubrests.
Hafnað
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

11.Fjárhagsáætlun 2022-2026

2106039

Lagðar fram tillögur frá D-lista um gerð fjárhagsáætlunar.
Lagt fram
Tillögunum vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

12.Fráveita 2021 - Útboð

2108063

Tilboð í verkið Grænaborg-Fráveita-Útrás voru opnuð 30. ágúst.
Hafnað
Bæjarráð hafnar tilboði Köfunarþjónustunnar ehf. í verkið og felur sviðstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram.

13.Þróttur- Æfingaaðstaða vegna knattspyrnuiðkunnar

2109002

Erindi UMF Þróttar til bæjarráðs um uppbyggingu æfingaaðstöðu fyrir iðkendur Þróttar yfir vetrartímann.
Frestað
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar frekari gagna.

14.Beiðni um umsögn vegna nýs rekstarleyfis Benchhmark Genetics Iceland hf

2108054

Matvælastofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar Benchmark Genetics Ieland hf. vegna laxeldis í Vogavík í Vogum. Sótt er um eldi fyrir 500 tonna hámarkslífmassa í seiða- og matfiskeldi á laxi.
Lagt fram
Bæjarráð ákveður að veita ekki umsögn um umsókn Benchmark Genetics Iceland hf.

15.Umsókn um rekstarleyfi til sölu veitinga í flokki ll

2109006

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum óskar eftir umsögn vegna umsóknar Bumbuborgara ehf. um rekstrarleyfi til veitingu veitinga að Iðndal 2.
Lagt fram
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 65

2106003F

Fundargerð 65. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 337. fundi bæjarráðs.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

17.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 66

2108002F

Fundargerð 66. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 337. fundi bæjarráðs.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 66 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Skipulagsnefnd hefur afgreitt óverulegt frávik skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna nýtingarhlutfalls. Umsóknin samræmist mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 66 Afgreiðsla: Stöðuleyfi fyrir vinnubúðum er samþykkt.

18.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67

2108005F

Fundargerð 67. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 337. fundi bæjarráðs.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 67 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

19.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2021

2104130

Fundargerðir 769. og 770. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Lagt fram
Lagt fram.

20.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðaráðs 2021

2104238

Fundargerðir 32. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs - barnavernd og 33. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs.
Lagt fram
Lagt fram.

21.Fundargerðir Kölku 2021

2104185

Fundargerðir 525., 526. og 527. fundar stjórnar Kölku.
Lagt fram
Lagt fram.

22.Svæðisskipulag Suðurnesja-Fundargerðir

2108052

Fundargerðir 22., 23., 24. og 25. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja.
Lagt fram
Lagt fram.

23.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

2104136

Fundargerð 436. fundar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram
Lagt fram.

24.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

2104143

Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram
Lagt fram.

25.Fundargerðir HES 2021

2104166

Fundargerð 289. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja.
Lagt fram
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 07:51.

Getum við bætt efni síðunnar?